roofing
Aðstoðarmatráður

Næsti yfirmaður: yfirmaður mötuneytis

Ábyrgðarsvið:
Starfsmaður í mötuneyti tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólanum með áherslu á vellíðan nemenda.
Ber ábyrgð á, ásamt yfirmanni mötuneytis, að umgengni og öryggi í mötuneyti sé í samræmi við lög og reglur.
Hefur umsjón með framreiðslu á mat í mötuneyti skólans.

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar við matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla.
  • Frágangur í eldhúsi/uppvask/þrif.
  • Umsjón með framreiðslu á mat í mötuneyti.
  • Aðstoðar þá nemendur sem þurfa við matarskömmtun.
  • Fylgist með að nemendur og starfsfólk virði þær reglur sem gilda í matsal.
  • Önnur verkefni sem yfirmaður mötuneytis felur honum og fallið geta að ofangreindum.
Deildarstjóri

Deildarstjórar Grunnskóla Borgarfjarðar eru þrír:

  • Deildarstjóri á Hvanneyri, 100% starf, þ.a. kennsluskylda: 12 stundir á viku.
  • Deildarstjóri á Kleppjárnsreykjum, 100% starf, þ.a. kennsluskylda: 5 stundir á viku. Deildarstjóri á Kleppjárnsreykjum er staðgengill skólastjóra.
  • Deildarstjóri á Varmalandi, 100% starf, þ.a. kennsluskylda: 5 stundir á viku.

Næsti yfirmaður: skólastjóri
Skólastjóri og deildarstjórar hafa nána samvinnu um allt er lýtur að stjórnun skólans. Deildarstjórar bera ábyrgð á daglegu starfi í skólunum í samvinnu við skólastjóra.

Helstu verkefni:

  • Situr í stjórnendateymi ásamt skólastjóra og öðrum deildarstjórum
  • Skipuleggur og stýrir fundum með kennurum og öðrum starfsmönnum deildarinnar. Sér til þess að fundargerð sé skráð
  • Hefur í samstarfi við skólastjóra umsjón með samstarfi við stoðþjónustu, ráðgjöf og sérkennsluaðila í samráði við deildarstjóra sérkennslu
  • Heldur utan um gögn, skýrslur og skráningar fyrir sína deild
  • Tekur á móti nýjum nemendum í samvinnu við skólastjóra
  • Skipuleggur forfallakennslu og aðrar afleysingar.
  • Fer yfir Vinnustund um miðjan mánuð
  • Hefur yfirumsjón með stundaskrárgerð og öllum breytingum á stundaskrám
  • Hefur umsjón með námsmati í samráði við skólastjóra s.s. prófum og könnunum og samræmdum prófum
  • Skipuleggur foreldraviðtöl
  • Sér um móttöku og frágang á gögnum til og frá Menntamálastofnun.
  • Hefur umsjón með undanþágu- og fráviksbeiðnum vegna samræmdra prófa í samvinnu við deildarstjóra sérkennslu
  • Vinnur með stjórnendateymi að gerð endurmenntunaráætlunar
  • Hefur yfirumsjón með brunaæfingum í skólanum
  • Vinnur með starfsfólki að lausn agamála
  • Ritstýrir skólanámsskrá og verkstýrir vinnu við hana ásamt skólastjóra
  • Sér um leiðsögn fyrir nýja starfsmenn ásamt skólastjóra
  • Hefur yfirumsjón með innkaupum á námsgögnum
  • Fylgist með að aðbúnaður, kennslugögn o.þ.h. sé í lagi
  • Er tengiliður skóla við það starf sem fram fer í skólaseli/lengdri viðveru
  • Er tengiliður skólans í samstarfi grunn- og leikskóla
  • Tengiliður skólans við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og skipuleggur æfingakennslu kennaranema
  • Tekur á agamálum ef skólastjóri er fjarverandi
  • Sér um skráningar í Mentor
Deildarstjóri sérkennslu

Næsti yfirmaður: skólastjóri
Deildarstjóri sérkennslu stjórnar og skipuleggur sérkennslu ásamt því að veita kennurum faglega ráðgjöf.

Helstu verkefni:

  • Situr í stjórnendateymi skólans
  • Skipuleggur og stjórnar allri sérkennslu skólans eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar
  • Skipuleggur og stjórnar framkvæmd nýbúakennslu í skólanum
  • Er í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra
  • Er almennum kennurum skólans faglegur ráðgjafi varðandi skipulag kennslu og hefur umsjón með gerð sérkennsluskýrslu að vori
  • Ber ábyrgð á að sérkennslugögn nemenda séu aðgengileg í deildunum þremur í samvinnu við deildarstjóra
  • Er tengiliður við sérkennsluráðgjafa skólaþjónustu Borgarbyggðar
  • Er almennum kennurum skólans til faglegrar ráðgjafar varðandi skipulag á kennslu nemenda með sérþarfir
  • Sinnir fundarsetu/fundarboðun ef þess er þörf vegna nemenda með sérþarfir
  • Situr fundi með deildarstjórum vegna inntöku nemenda í 1.bekk
  • Sér um tengsl skólans og samvinnu við framhaldsskóla vegna nemenda í námsörðugleikum
  • Kallar eftir greiningum nemenda og heldur utan um þær og fylgist með því að þeir fái þá þjónustu sem nauðsynleg er hverju sinni
  • Er ráðgefandi og ákveður í samvinnu við skólastjórnendur hvenær nemendur fá greiningar innanskólans
  • Er næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa skólans
  • Situr fundi nemendaverndar
  • Sinnir öðrum þeim störfum er skólastjóri kann að fela viðkomandi
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans
Húsvörður

Næsti yfirmaður: skólastjóri
Starfshlutfall: 100%

Viðvera á hverri starfsstöð um sig er í samráði við skólastjóra

Helstu verkefni:

  • Hefur umsjón með viðhaldi á húsnæði og búnaði í samráði við yfirmann um fasteignir Borgarbyggðar
  • Sér um að kalla til iðnaðarmenn ef þarf og í samráði við skólastjóra og yfirmann fasteigna
  • Gerir áætlun um endurnýjum og viðhald á búnaði í samráði við skólastjóra
  • Sér um að opna skólann að morgni og athuga að aðgengi sé í lagi á þeirri starfsstöð sem hann starfar hverju sinni
  • Sér um innkaup á almennum viðhaldsbúnaði
  • Hefur umsjón með öryggis- og eftirlitsbúnaði
  • Sér um að lýsing og hiti skólahúsnæðis sé fullnægjandi, og gætir hagkvæmis í orkunotkun
  • Sér um að skólastofur séu tilbúnar fyrir kennslu að hausti í samvinnu við stjórnendur og annað starfsrými skóla
  • Sér um minniháttar viðgerðir á húsnæði og búnaði eftir því sem til fellur
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri eða aðrir stjórnendur skólans fela honum og fallið geta að ofangreindum markmiðum
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans
Kennari

Siðareglur kennara

  • Menntar nemendur.
  • Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
  • Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
  • Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
  • Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
  • Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
  • Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
  • Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
  • Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
  • Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  • Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

Næsti yfirmaður. skólastjóri/deildarstjóri
Kennarar sem ráðnir eru til starfa í grunnskóla gegna því starfi samkvæmt lögum, reglugerðum, aðalnámskrá grunnskóla og kjarasamningum. Siðareglur fyrir kennara voru samþykktar árið 2002 og hafa kennarar þær reglur að leiðarljósi í sínu starfi.
Grunnskólakennari hefur réttindi og sinnir störfum grunnskólakennara í samræmi við lög, aðalnámskrá og skólanámskrá.

Leiðbeinandi 1 Hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu
Leiðbeinandi 2 Hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu og hefur leikskólakennarapróf, þroskaþjálfapróf eða annað formlegt próf sem nýtist í starfi.

Faggreinakennari / Sérgreinakennari Uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og hefur á hendi faggreina- og/eða sérgreinakennslu eða skólasafnskennslu sem nemur a.m.k. 50% af starfi viðkomandi.

Sérkennari uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og hefur á hendi sérkennslu skv. skilgreiningu 2.gr. reglugerðar nr. 585/2010 um sérkennslu sem nemur a.m.k. 50% af starfi.

Kennari:

  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli áætlunar gegn einelti.
  • Hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.
  • Vinnur náið með öðrum kennurum skólans eftir því sem við á hverju sinni.
  • Situr kennara- og teymisfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og ýmiss konar áætlanagerð innan skólans.
  • Færir námsmat, umsagnir og ástundun inn í Mentor
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans
Skólaliði

Næsti yfirmaður: deildarstjóri

Markmið og ábyrgðarsvið:
Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans.
Megin áhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda.

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar nemendur í leik og starfi, leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans
  • Hefur umsjón með nemendum í frímínútum og matartímum úti og inni. Einnig í búningsklefum ef með þarf. Hefur umsjón með nemendum í lengdri viðveru.
  • Fylgist með nemendum í hléum milli kennslustunda, leiðbeinir þeim í samskiptum
  • Reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar
  • Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum og hefur umsjón með fatahengi og óskilamunum
  • Fylgir nemendum á milli kennslusvæða ef þarf
  • Veitir fyrstu hjálp ef slys ber að höndum
  • Fer í ferðalög þegar við á með nemendum sem gæslumaður ásamt kennara
  • Aðstoðar starfsfólk í mötuneyti á álagstímum samkvæmt vinnuáætlun
  • Sér um daglega ræstingu skv. nánari lýsingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri skv. vinnuáætlun
    • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans
  • Sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem deildarstjóri eða skólastjóri skólans fela honum og fallið geta að ofangreinum markmiðum
Skólaritari á Kleppjárnsreykjum

Næsti yfirmaður: deildarstjóri / skólastjóri

Starfshlutfall: 100%

Helstu verkefni:

  • Annast öll almenn skrifstofustörf í skólanum svo sem símavörslu og móttöku forfallatilkynninga
  • Sér um skráningar í Mentor s.s stundaskrár, forföll nemenda og kennara, skráningu tilkynninga, yfirvinnutíma og leyfa nemenda og starfsfólks
  • Sér um skráningu nýnema og einnig um að upplýsingar um nemendur og aðstandendur þeirra séu alltaf sem réttastar í Mentor og í skrám skólans
  • Sér um skráningu fæðisdaga nemenda og starfsfólks ásamt því að halda utan um skráningar í skólaseli/lengdri viðveru, þ.e. fæði og vistunargjöld og senda þær upplýsingar áfram til fjársýslu Borgarbyggðar
  • Sér um flokkun á pósti og póstsendingar
  • Sér um pantanir á námsgögnum í samráði við kennara og deildarstjóra
  • Umsjón með heimasíðu skólans, www.gbf.is
  • Aðstoðar nemendur eftir þörfum s.s við ljósritun og þ.h.
  • Tekur á móti gestum skólans og leiðbeinir þeim eftir því sem við á í samráði við deildarstjóra
  • Hefur umsjón með skrifstofuvörum skólans (innkaup, pöntun, móttaka, birgðahald, afgreiðsla)
  • Hefur umsjón með ljósritunar- og fjölritunarvélum þar með talin dagleg ljósritun og fjölritun vegna skólastarfsins í samráði við skólastjórnendur
  • Skólaritari sinnir einnig ýmsum viðvikum í samráði við skólastjóra
  • Vinnur á bókasafninu og sinnir verkefnum þar í samráði við deildarstjóra

Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Skólaritari á Varmalandi

Næsti yfirmaður: deildarstjóri / skólastjóri

Starfshlutfall: 30%

Helstu verkefni:

  • Annast öll almenn skrifstofustörf í skólanum svo sem símavörslu og móttöku forfallatilkynningu
  • Sér um skráningu nýnema og einnig um að upplýsingar um nemendur og aðstandendur þeirra séu alltaf sem réttastar í Mentor og í skrám skólans
  • Sér um skráningu fæðisdaga nemenda og starfsfólks ásamt því að halda utan um skráningar í skólaseli/lengdri viðveru, þ.e. fæði og vistunargjöld og senda þær upplýsingar áfram til fjársýslu Borgarbyggðar
  • Sér um flokkun á pósti og póstsendingar
  • Sér um pantanir á námsgögnum í samráði við kennara og deildarstjóra
  • Aðstoðar nemendur eftir þörfum s.s. við ljósritun o. þ.h.
  • Tekur á móti gestum skólans og leiðbeinir þeim eftir því sem við á í samráði við deildarstjóra
  • Hefur umsjón með skrifstofuvörum skólans (innkaup, pöntun, móttaka, birgðahald, afgreiðsla)
  • Hefur umsjón með ljósritunar- og fjölritunarvélum þar með talin dagleg ljósritun og fjölritun vegna skólastarfsins í samráði við skólastjórnendur
  • Tekur á móti upplýsingum sem eiga að fara á heimasíðu skólans og kemur þeim til umsjónarmanns

Skólaritari sinnir einnig ýmsum viðvikum í samráði við skólastjóra
Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Skólasafnvörður

Næsti yfirmaður: deildarstjóri / skólastjóri

  • Sér um safngæslu og daglega umsjón.
  • Kynnir safnið.
  • Sér um útlán bóka og annarra gagna.
  • Leiðbeinir nemendum og kennurum á safni.
  • Hefur samvinnu við bókasafnverði á öðrum deildum.
  • Hefur samvinnu við kennara.
  • Sér um innkaup á bókum, fræðsluefni og öðrum gögnum fyrr safnið.
  • Sér um frágang bóka.
  • Kennir á skólasafni og útbýr verkefni vegna safnkennslu.
  • Sinnir nemendum sem fá að vera tímabundið á safninu í samráði við umsjónarkennara eða sérkennara.
  • Sinnir þrifum á bókasafni.
  • Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjóri eða deildarstjóri felur honum.
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans
Skólastjóri
Vinnuveitandi: Borgarbyggð
Deild/svið/stofnun: Fræðslu- og velferðarsvið
Starf: Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar
Nafn: Helga Jensína Svavarsdóttir
Næsti yfirmaður: Sviðsstjóri fræðslu- og velferðarsviðs


Almennt

Grunnskóli Borgarfjarðar starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, reglugerðum þeim tengdum og Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011.

Hlutverk
Hlutverk Grunnskóla Borgarfjarðar, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal skólinn leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.

Ábyrgðarsvið
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar ber ábyrgð á að efla víðsýni hjá nemendum og færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Skólastjóri ber ábyrgð á að nemendum séu veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda.

Helstu verkefni

  • Er faglegur leiðtogi í skólastarfi og stuðlar að samstarfi allra aðila í skólasamfélaginu.
  • Hefur forystu um að móta sýn, stefnu og menningu skólans í samræmi við lög og reglugerðir og út frá stefnu Borgarbyggðar.
  • Vinnur með fræðslu- og velferðarsviði að stefnumótun og ákvarðanatöku.
  • Ber ábyrgð á og hefur umsjón með stefnumótun og skólaþróun og hvetur til þróunar- og nýbreytnistarfs.
  • Ber ábyrgð á að starfsáætlun og skólanámskrá séu í samræmi við lög og reglugerðir og að þær séu endurskoðaðar reglulega.
  • Ber ábyrgð á og hefur forgöngu um innra mat skólans, sjálfsmatsáætlun og leggur fram umbótaáætlanir í kjölfar mats.
  • Ber ábyrgð á að upplýsingagjöf um starf skólans sé aðgengileg nemendum, starfsmönnum, foreldrum, nærsamfélagi, sveitarstjórn og fræðsluyfirvöldum.
  • Skipuleggur samfelldan og heildstæðan skóladag nemenda.
  • Hefur umsjón með alþjóðlegu samstarfi innan skóla.
  • Gætir að hagsmunum nemenda og ber ábyrgð á að meta stöðu þeirra í ljósi hæfniviðmiða í aðalnámskrá.
  • Hefur umsjón með innritun og móttöku nýrra nemenda.
  • Tryggir úrræði innan skólans fyrir nemendur sem víkja frá námi og fylgir eftir greiningum.
  • Ber ábyrgð á stoðþjónustu, sérkennslu og nemendaverndarráði og situr skilafundi fagaðila.
  • Ber ábyrgð á félagsstarfi nemenda innan skólans.
  • Veitir markvissa kennslufræðilega leiðsögn og endurgjöf til starfsmanna.
  • Ber ábyrgð á endurmenntun og starfsþróunarsamtölum.
  • Annast ráðningu, gerir ráðningarsamninga og vinnuskýrslur.
  • Sér um fundi, teymisvinnu og annað samstarf innan skólans.
  • Stuðlar markvisst að jákvæðum samskiptum.
  • Hefur umsjón með móttöku nýrra starfsmanna.
  • Ber ábyrgð á fjárhags- og rekstraráætlun skólans.
  • Sækir um til Jöfnunarsjóðs vegna ýmissa verkefna (akstur og sérúrræði) í samvinnu við sviðsstjóra fræðslu- og velferðarsviðs.
  • Fylgist með að starfsemi heilsugæslu í skólanum sé í samkvæmt lögum.
  • Ber ábyrgð á skjalavörslu í skólanum.
  • Ber ábyrgð á öryggismálum í skólahúsnæðinu og lóð.
  • Hefur umsjón og fylgist með viðhaldi skólahúsnæðis og lóðar.
  • Kemur að hönnun og undirbúningi á nýbyggingu og viðbyggingum.
  • Ber ábyrgð á starfsemi skólaráðs.
  • Sinnir markvissri upplýsingamiðlun um skólastarfið.
  • Skilar skýrslum, samantektum og upplýsingum um skólastarfið til fræðsluyfirvalda.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðra skóla og stofnanir í Borgarbyggð.
  • Önnur þau verkefni sem honum eru falin.

Samskipti
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar vinnur undir umsjón sviðsstjóra fræðslu- og velferðarsviðs og í nánu samstarfi við hann, starfsfólk Ráðhúss, aðra skólastjóra, kennara og annað starfsfólk skóla, foreldra og nemendur. Hann skal leitast við að vinna sín störf faglega með því að leysa öll mál á sanngjarnan og yfirvegaðan hátt. Hann tekur þátt í verkfundum og öðrum þáttum sveitarfélagsins og utanaðkomandi aðila eftir því sem þurfa þykir

Stuðningsfulltrúi

Næsti yfirmaður: deildarstjóri sérkennslu
Deildarstjóri getur falið umsjónarkennara daglega stjórnun á starfi stuðningsfulltrúa.
Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa getur verið innan almennra bekkja og/eða í sérhópum.

Markmið og ábyrgð:

Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólanum þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda.
Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemanda/nemenda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt.

Helstu verkefni:

  • Aðstoðar nemanda/nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinnur eftir áætlun sem umsjónarkennari hefur útbúið í samráði við fagstjóra sérkennslu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
  • Aðstoðar nemanda/nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara
  • Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun, t.d. með því að fylgja nemanda tímabundið afsíðis
  • Aðstoðar nemanda/nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa Grunnskóli Borgarfjarðar Hvanneyri-Kleppjárnsreykjum-Varmalandi
  • Fylgir einum eða fleiri nemendum á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum
  • Situr fag- og foreldrafundi sé þess óskað
  • Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum, m.a. til að kennari geti aðstoðað nemanda sem þarf séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir
  • Annast önnur þau störf sem honum kunna að verða falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans
  • Til viðbótar getur deildarstjóri falið stuðningsfulltrúa önnur störf, s.s. tímabundna gæslu á nemendum ef með þarf.
  • Í sumum tilvikum getur verið um blandað starf stuðningsfulltrúa og skólaliða að ræða. Um það er þá sérstaklega samið við viðkomandi starfsmann.

Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Umsjónarkennari

Næsti yfirmaður: deildarstjóri / skólastjóri

Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna. Hann er sá aðili sem þekkir nemendur öðrum
fremur og getur veitt þeim þann stuðning og aðhald sem þurfa þykir. Í skólastarfinu er
umsjónarkennarinn einnig tengiliður heimilis og skóla. Hlutverk umsjónarkennara er m.a. að hlutast
til um andlega og líkamlega velferð nemenda sinna í samvinnu við foreldra eftir þörfum.

Umsjónarkennarar ræða við nemendur sína og fjalla almennt um þau mál sem snúa að vinnu,
umgengnisreglum auk mála sem upp kunna að koma í einstökum bekkjardeildum.

Umsjónarkennarinn hefur samband við foreldra/forráðamenn svo oft sem þurfa þykir. Hann skal t.d.
hafa samband við foreldra/forráðamenn ef umsjónarnemendur hans gleyma bókum, sinna ekki
heimanámi, sýna af sér ókurteisi eða vítaverða framkomu, leggja aðra nemendur í einelti, skrópa eða
koma oft seint í kennslustundir. Einnig er mikilvægt að umsjónarkennarinn hafi samband þegar vel
gengur. Gott samstarf við heimili tryggir góða skólagöngu nemenda og þá þarf líka að halda góðu
atriðunum á lofti.

Forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við viðkomandi umsjónarkennara svo oft sem þurfa þykir.

Umsjónarkennari:

  • Hefur umsjón með sínum umsjónarbekk.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Fylgist með samskiptum nemenda sinna innbyrðis og grípur strax inn ef minnsti grunur leikur á einelti og fylgir þá vinnuferli áætlunar gegn einelti.
  • Hefur samband við forráðamenn eftir þörfum.
  • Vinnur náið með öðrum umsjónarkennurum í árganginum ásamt öðrum kennurum umsjónanemenda sinna. Vinnur einnig með öðrum kennurum stigsins eftir því sem við á.
  • Situr kennara- og teymisfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnin felur honum.
  • Tekur þátt í vinnu við skólanámskrá og ýmiss konar áætlanagerð innan skólans.
  • Tekur við og leitar eftir upplýsingum um hegðun, námsframvindu o.fl. hjá sérgreinakennurum og öðrum.
  • Færir námsmat, umsagnir og ástundun inn í Mentor
  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans

Hlutverk umsjónarkennara gagnvart námsaðstoð og sérkennslu

  • Ber ábyrgð á öllum nemendum úr umsjónarbekknum.
  • Er í samstarfi við sérkennara um nemendur sem þurfa sérkennslu.
  • Gerir einstaklingsnámskrár fyrir alla nemendur sem þess þurfa með aðstoð sérkennara.
  • Situr í þjónustuteymi fyrir umsjónarnemendur þegar við á.
  • Undirbýr tilvísanir í samráði við sérkennara og deildarstjóra.
  • Sér um að nemendur hafi námsefni við hæfi í samráði við sérkennara.
  • Sér um að gera samninga við forráðamenn ef kemur til þess að námi nemanda sé frestað.

í einstökum námsgreinum í samráði við deildarstjóra sérkennslu

Hlutverk umsjónarkennara gagnvart félagslífi og vettvangsferðum nemenda

  • Hefur umsjón með og fer í vettvangsferðir í samráði við aðra kennara í árganginum.
  • Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd ýmiskonar skemmtidagskrár síns bekkjar.
  • Hefur umsjón með bekkjarkvöldum tvisvar á vetri og sér um annað félagslíf með nemendum innan skólans.

Hlutverk umsjónarkennara gagnvart agavandamálum sem upp koma

  • Fyrst ræðir kennarinn einu sinni eða oftar einslega við viðkomandi nemanda.
  • Beri það ekki árangur, hefur umsjónarkennarinn samband við forráðamenn og er það skráð í dagbók viðkomandi nemanda í Mentor.

Bæti nemandinn sig ekki, boðar umsjónarkennari bæði forráðamenn og nemanda í viðtal.
Niðurstöður þess eru skráðar í dagbók nemandans og einnig hverjir mættu á fundinn. Á þessu stigi
málsins má leita aðstoðar deildarstjóra og námsráðgjafa eða annarra sem að liði gætu orðið. Komi
enn í ljós að misbrestur sé á að nemandinn sinni námi sínu, er máli hans vísað til skólastjóra

Matráður

Næsti yfirmaður: skólastjóri

Ábyrgðarsvið:
Yfirmaður mötuneytis tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í skólanum með áherslu á vellíðan
nemenda
Ber ábyrgð á rekstri mötuneytis skólans í samvinnu við skólastjóra
Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra
Ber ábyrgð á, ásamt skólastjóra, að kostnaður við rekstur mötuneytis sé í samræmi við
fjárhagsáætlun
Ber ábyrgð á að umgengni og öryggi í mötuneyti sé í samræmi við lög og reglur
Ber ábyrgð á þrifum og hreingerningu í mötuneyti

Helstu verkefni:

  • Sér um matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla
  • Sér um að næringargildi fæðunnar sé í samræmi við manneldismarkmið
  • Gerir matseðla og sér um kynningu á þeim
  • Sér um innkaup á matvælum og annarri rekstrarvöru fyrir mötuneyti
  • Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti
  • Þrif og hreingerning í mötuneyti
  • Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra