Jólasögur lesnar í Andabæ

12 desember, 2018

Nemendur í 4. bekk í Hvanneyrardeild fóru á þriðjudaginn og lásu jólasögur fyrir börnin í leikskólanum Andabæ. Þetta er skemmtileg hefð og hluti af samstarfssamningi á milli skólanna tveggja.

Jólaföndur á Kleppjárnsreykjum.

10 desember, 2018

Í dag, var mikið um dýrðir í Kleppjárnsreykjadeild skólans þegar allir nemendur unnu á stöðvum við gerð jólaföndurs og nutu um leið notalegrar jólatónlistar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ýmislegt í boði.