Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar.

17 ágúst, 2018

Kæru foreldrar og nemendur Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur 22. ágúst 2018 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Hvanneyri kl 10:00, Kleppjárnsreykjum kl 12:00, Varmalandi kl 14:00. Eftir skólasetningu verður kynning á námsefni vetrarins inn í stofu hjá umsjónakennurum.

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar

5 júní, 2018

Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóla Borgarfjarðar verður slitið miðvikudaginn 6. júní. Hvanneyrardeild kl. 10:00 í barnaskólahúsnæðinu á Hvanneyri. Kleppjárnsreykjadeild kl.12:00 í Reykholtskirku og Varmalandsdeild kl 14:00 í Þinghamri. Hressing að hætti matráðanna í lok slita. Sjáumst á miðvikudaginn. Kv. Ingibjörg Inga

Blómin á þakinu

30 apríl, 2018

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa undanfarið verið að vinna með bókina Blómin á þakinu í stöðvavinnu. Í tengslum við bókina fengu nemendur að útbúa smjör og gróðursetja stjúpur. Fengu nemendur og starfsmenn síðan að gæða sér á dásamlegu smjöri að lokinni þeirri vinnu.  

Stóra upplestrarkeppnin

16 apríl, 2018

Stóra upplestrarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Grunnskóli Borgarfjarðar átti sigurvegarann að þessu sinni og Auðarskóli í Búðardal hlaut annað og þriðja sæti. Ingibjörg Þórðardóttir fór með sigur af hólmi. Allir keppendur stóðu sig með prýði og öll umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar. Einar Margeir stóð sig einnig mjög vel fyrir GBF. Frábær frammistaða okkar manna.