Hvað er skylt
- – Í öllum skólum skal vera viðurkennt brunaviðvörunarkerfi, útiljós og neyðarljós
- – Flóttaleiðir skulu vera í tvær gagnstæðar áttir og björgunarop á hverri stofu
- – Nafnalistar með nöfnum nemenda og starfsmanna skal vera aðgengilegur í hverri kennslustofu
Hvernig skal bregðast við ef brunavarnakerfið gefur viðvörun
- – Skólastjóri eða deildarstjóri aðgætir hvaðan brunaboðin koma.
- – Kennarar undirbúa rýmingu skólans og taka með nafnalista. Fara skal í skó og yfirhafnir ef aðstæður leyfa, athugið að kennarar bera ábyrgð á rýmingu sinnar stofu.
- – Skólastjóri eða deildarstjóri hefur strax samband við 112, tilkynnir um eld eða gefur skýringar á brunaboðinu.
- – Starfsfólk rýmir skólann, nemendur mynda einfalda röð, kennarinn fer fyrstur eða síðastur eftir aðstæðum. Muna að þreifa hurð út úr skólastofu, ef hún er heit skal velja aðra útgönguleið. Sá sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér, ef sú leið er valin til að draga úr reykflæði um bygginguna.
- – Söfnunarsvæði skólans er á körfuboltavellinum.
- – Þegar komið er á söfnunarsvæðið hefur hver hópur sitt svæði (raðað í bekkjaröð).
- – Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir hafa komist út. Ef einhvern vantar skal tilkynna skólastjóra eða deildarstjóra um það.
- – Skólastjóri eða deildarstjóri fer á milli hópa og fær upplýsingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.
- – Slökkvilið kemur á staðinn. Skólastjóri eða deildarstjóri gefur stjórnenda slökkviliðs upplýsingar um hvort einhverjir og þá hversu margir hafi orðið eftir inni og hugsanlega staðsetningu þeirra.
- – Allir í öruggt skjól. Farið með börn og starfsfólk á Rannsóknarstofu Landbúnaðarháskólans.
- – Allir taka þátt. Virkja skal sem flesta starfsmenn skólans í hlutverk t.d. að halda opnum dyrum og hjálpa til við rýmingu.
Hvernig skal tilkynna
- – Láta foreldra vita. Hafa samband við foreldra/forráðamenn barna til að tryggja að upplýsingar um atburð berist eftir réttum leiðum.
- – Tilkynningaskylda er upphaflega hjá skólastjórnendum, en síðan taki við eftir atvikum, prestur eða lögregla, læknir er hins vegar tengiliður ef barn reynist alvarlega slasað.
- – Sálrænn stuðningur. Skólastjóri metur hvort leita þurfi eftir aðstoð utanaðkomandi til að veita börnum, starfsfólki og/eða foreldrum sálrænan stuðning eða áfallahjálp. Slökkvilið getur haft milligöngu um slíka aðstoð.
(uppfært 20. október 2014)