Öskudagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ávallt er mikil spenna í kringum Öskudaginn í skólanum. Nemendur mæta í fjölbreyttum skrúða og skemmta sér saman. Farið er á búningaball, kötturinn sleginn úr tunnunni og sungið fyrir fyrirtæki. Myndirnar segja meira en orð þannig að njótið 🙂

Vinahópar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Hvanneyri hefur myndast sú hefð að vinahópar leikskólans Andabæjar og Hvanneyrardeildar hittast í kringum Valentínusardaginn. Á föstudaginn var ákveðið að hafa hitting þar sem 1., 4. og 5. bekkur fóru út í leikskóla til þess að leika við yngri krakkana á meðan elsta deildin á Andabæ, Goðheimar, komu til þess að vera með 2. og 3. bekk í grunnskólahúsnæðinu. …

Þorrablót á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 7.febrúar var þorrablót á Hvanneyri og þar er hefð fyrir því að fimmtu bekkingar eru með leikþátt þar sem þeir gera góðlátlegt grín af starfsmönnum og fjórðu bekkingar sjá um annálinn. Grín á kostnað starfsfólksins gekk mjög vel og var mikið hlegið bæði starfsfólk og nemendur. Annállinn fór yfir það sem hefur gerst síðan síðasta þorrablót var haldið, skíðaferð, …

Hönnunaráskorun á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðustu daga hafa nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum unnið eftir ferli hönnunarhugsunar við lausn á umhverfisvandamálum. Nemendur fylgdu ákveðnu ferli þar sem þau greindu vandamál, nýttu hugarflug til að finna mögulegar lausnir og unnu svo eina lausn áfram. Meðal annars þróuðu nemendur hugmyndir um ruslaflokkunarapp, tyggjósjálfsala sem nota endurnýjanleg ílát, umhverfisvænan varasalva sem endurfæðist sem planta, app til að skiptast …

Þemadagar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þemadagar voru haldnir í Grunnskóla Borgarfjarðar í liðinni viku. Yfirþema verkefnanna voru þróunarverkefni skólans Grænfáni, Heilsuefling, Leiðtoginn í mér og Réttindaskólinn. Á Hvanneyri var ákveðið að tvinna saman ýmsa þætti í starfinu og vinna verkefni þeim tengdum. Svo sem grænfánanum, nærumhverfinu, samstarf við Landbúnaðarháskólann og Barnasáttmálann. Á þriðjudeginum var farið á Landbúnaðarsafnið og fengin fræðsla frá Tótu landverði um friðland …

Jólakveðja

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Jólakveðja frá starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar

Litlu jólin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Litlu jólin voru haldin hátíðleg hjá nemendum og starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar þann 20. desember. Nemendur mættu prúðbúnir í skólann þar sem var hlustað á jólasögur, spilað, dansað í kringum jólatréð og síðan snæddu sér allir á dásamlegum jólamat og auðvitað var mandla í eftirréttinum. Við fengum dásamlega jólasveina í heimsókn sem glöddu nemendur, spjölluðu, hlógu og dönsuðu ásamt því að …

Kaffihús

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Að venju var opnað kaffihús í Hvanneyrardeildinni þann 1.desember. Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda gafst kostur á að kaupa sér súpu og brauð. Boðið var síðan upp á kaffi og smákökur sem nemendur höfðu sjálfir bakað og skreytt, á eftir. Þeir síðan þjónuðu til borðs með miklum myndarbrag og skemmtu gestunum með söng undir styrkri stjórn kennara sinna. Skemmtileg stund og …

Textíll á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á Kleppjárnsreykjum eru að búa til svefngrímur til að nota í Búbblunni. Jólahugur í nemendum í textílvali     

Ljósahátíð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ljósahátíð var haldin á Kleppjárnsreykjum 25.nóvember s.l. Sú hefð hefur skapast að hafa hátíðina úti og safnast nemendur saman í kringum tréð í skólaportinu. Yngstu nemendurnir og skólahópur Hnoðrabóls komu með luktir og röðuðu í kringum tréð. Þrír nemendur af unglingastigi þær Kristín Hildur, Steinunn Bjarnveig og Sólveig Kristín lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein eftir Jóhannes úr Kötlum og svo …