Loksins gátu fyrrverandi og nýkjörnar Grænfánanefndir á Kleppjárnsreykjum hisst. Á fundi í lok nóvember fóru nemendur yfir hvað hafði verið gert og hvernig væri hægt að vinna með þemu Grænfánans. Í ár munu allar deildir vinna með Átthaga en nú fer í gang vinna nýrrar Grænfánanefndar á Kleppjárnsreykjum að finna ný þemu og markmið til að vinna að á komandi …
Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum
Þann 26. nóvember var Ljósahátíðin haldin hátíðleg á Kleppjárnsreykjum. Hátíðin markar upphaf aðventunnar í skólanum þegar jólaljósin eru tendruð. Þrír nemendur úr 8. bekk, Hermann Heiðar, Alex Þór og Tómas Orri, lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein og sungin voru vel valin jólalög í portinu við skólann. Loks tendruðu elsti og yngsti nemandi Kleppjárnsreykjadeildar ljós á skólatrénu í portinu, …
Smiðjuhelgi 12.-13. nóvember
Helgina 12.-13. nóvember var smiðjuhelgi unglingastigsins haldin á Varmalandi og Hvanneyri þegar ljóst var að allir voru með neikvæðar niðurstöður úr covid-prófum. Á Hvanneyri voru nemendur í landbúnaðarsmiðju. Þar fengu þeir kynningu á Landbúnaðarháskólanum, fóru í fjósið, að Miðfossum og Hesti Á Varmalandi voru smiðjur í kökuskreytingum þar sem nemendur lærðu að gera rósir og ýmsar fígúrur úr sykurmassa og ýmsu …
Venjurnar 7
Á þemadögum unnu nemendur að því að endurnýja venjurnar 7 í Leiðtoganum í mér. Við munum sýna ykkur afraksturinn af þeirri vinnu á komandi vikum. Venja 1.: Taktu af skarið / vertu virkur. Venja persónulegrar ábyrgðar Staldraðu við áður en þú bregst við og veldu viðbrögðin þín. Þú getur skapað rými milli þess sem hendir þig og viðbragða þinna. Í …
Yngsta stigs leikar
Í vikunni hittist allt yngsta stig Grunnskóla Borgarfjarðar saman á Hvanneyri. Nemendur sóttu fjölbreyttar stöðvar sem kennarar á yngsta stiginu stýrðu. Nemendum var skipt þvert á deildir og er þetta gert til þess að styrkja tenginguna á milli nemenda og deilda.
Gróðursetning
Grunnskóla Borgarfjarðar var úthlutað rúmlega 500 birkiplöntum sem nemendur hafa verið að gróðursetja í nálægð við skólann síðustu daga.
Árshátíð Hvanneyrardeildar
Nemendur Hvanneyrardeildar sýndu leikritið Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren í Skjólbeltunum þriðjudaginn 28. maí. Nemendur stóðu sig með stakri prýði við túlkun persóna úr þessu heimsþekkta leikverki
Samstarfssamningur
Í dag var skrifað undir uppfærðan samstarfssamning á milli Grunnskóla Borgarfjarðar, Landbúnaðarháskóla Íslands og leikskólans Andabæjar sem gildir til ársins 2029. Fyrsti samstarfssamningurinn var undirritaður vorið 2009 og hefur samstarfið verið farsælt síðan þá. Samningurinn var undirritaður í Skjólbeltunum sem er sameiginlegt svæði allra skólastiga á Hvanneyri.
Ég á bara eitt líf
Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Mánudaginn 27. maí verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn á Kleppjárnsreykjum og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn verður fyrirlestur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Með því að veita foreldrum og starfsfólki tækifæri til að hlýða á erindið áður en nemendur fá fræðsluna er stuðlað að því að hinir fullorðnu …
Fatasund í Hreppslaug
Föstudaginn 17. maí var síðasti sundtíminn hjá Hvanneyrardeild þetta skólaárið. Samkvæmt hefð var fatasund í lokatímanum þar sem allir voru ofan í á sama tíma. Nemendur hafa verið í sundi á hverjum degi síðastliðnar tvær vikur þar sem Hvanneyrardeild hefur ekki aðgang að sundlaug yfir vetrartímann.