Lokahóf unglingastigs

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 15. maí var haldið lokahóf unglingastig GBF í Brún í Bæjarsveit. Byrjað var að snæða kvöldverð með kennurum og síðan voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Haldin var kosning meðal unglingastigsins um hvaða titill ætti best við hvern og einn nemanda í 10. bekk og voru niðurstöðurnar lesnar upp með borða afhendingu, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur enduðu …

Skipulagsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 7. maí er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og eru nemendur í fríi þann dag.

Ruslatínsla á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á þriðjudaginn fóru nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar í ruslatínslu á Hvanneyri. Síðastliðin ár hafa vinahópar skólanna hist í kringum Dag umhverfisins til þess að snyrta umhverfið í kringum sig. Nemendur stóðu sig mjög vel og hjálpuðust að við að hreinsa í kringum skólana sína og nærumhverfið. Afraksturinn má sjá á myndum.

Flóamarkaður og UNICEF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur héldu nemendur Hvanneyrardeildar flóamarkað þar sem þeir tóku á móti fjölbreyttum munum og fatnaði frá fólkinu í nærsamfélaginu. Nemendur auglýstu flóamarkaðinn og kom fjöldi fólks til þess að skoða og versla. Nemendur Hvanneyrardeildar náðu að safna 69.315 kr. sem þau ákváðu að verja til góðs málefnis. Þau völdu að gefa vatnsdælu og bólusetningarlyf þetta árið og höfðu því …

Árshátíð unglingastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 4. apríl ætla unglingastig Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeildar að halda árshátíð. Á Varmalandi hefst sýningin kl. 16:30 og á Kleppjárnsreykjum kl. 20:00.  

Reynir Hauksson kynnir Flamenco í Gbf

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Reynir Hauksson Hvanneyringur kom í Hvanneyrardeild í dag og kynnti fyrir nemendum Flamenco tónlist. Reynir hefur gítarleik að atvinnu á Spáni þar sem hann hefur búið síðastliðin þrjú ár. Hann sagði nemendum frá uppruna Flamenco og sagði frá fjölmörgu stílum Flamenco tónlistarinnar. Nemendur höfðu gaman af og voru fróðleiksfúsir á kynningunni.

Framhaldsskólakynningar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hér má sjá kynningu á framhaldsskólum á landinu. En nú fer að koma að þeim tíma að 10. bekkingar fara að skoða sig um og velja framhaldsskóla. Hvetjum við foreldra og nemendur að skoða þessa kynningu vel.

Sigurvegari í eldvarnargetraun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag kom Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar færandi hendi þar sem Ísak Kári nemandi í Hvanneyrardeild var dreginn í Eldvarnargetraun sem er á vegum Landssambands slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna. Í nóvember á hverju ári kemur slökkviliðið í heimsókn til þriðja bekkjar og fræðri þau um eldvarnir heimilanna. Að lokinni þeirri heimsókn fá nemendur eldvarnargetraun sem þau fylla út og …

Þorrablót á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í liðinni viku var haldið þorrablót hjá nemendum og starfsfólki í Hvanneyrardeild. Snætt var á fjölbreyttri þorrafæðu og þótti mikil spenna að smakka hákarlinn. Einnig voru nemendur með skemmtiatriði líkt og tíðkast gjarnan á þorrablótum. 4. bekkur sá um að fara yfir annál síðastliðins árs en 5. bekkur sýndi leikþátt sem þau höfðu útbúið.

Vetrarríki

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa notið þess að hafa aukinn snjó á skólasvæðinu og hafa verið að vinna í hópum að því að útbúa snjóhús, snjógöng og fleira. Einnig var gefinn aukatími í liðinni viku þar sem nemendur og starfsmenn útbjuggu rennibraut á Mylluhól þar sem allir gátu rennt sér á ruslapokum niður brekkuna.