Nemendur í Hvanneyrardeild ásamt elstu deild leikskólans Andabæjar gengu saman í Skjólbeltin þar sem jólin voru kvödd með söng og kveikt var í jólatrjám beggja skóla.
Helgileikur
Árlega kallar Hvanneyrardeild inn jólin með helgileiknum í Hvanneyrarkirkju. Nemendur bjóða elstu deild leikskólans Andabæjar á lokaæfingu að morgni og sýna síðan fyrir ættingja seinni partinn. Að loknum helgileik sungu allir saman Heims um ból við undirleik Bjarna Guðmundssonar.
Jólasögur lesnar í Andabæ
Nemendur í 4. bekk í Hvanneyrardeild fóru á þriðjudaginn og lásu jólasögur fyrir börnin í leikskólanum Andabæ. Þetta er skemmtileg hefð og hluti af samstarfssamningi á milli skólanna tveggja.
Kaffihús á Hvanneyri
Í dag var kaffihús hjá Hvanneyrardeild þar sem nemendur buðu fjölskyldum sínum að koma í heimsókn. Nemendur sýndu atriði um Fullveldi Íslands ásamt því að syngja nokkur jólalög. Að lokum seldu nemendur gestum dýrindis súpu og brauð, ágóðinn af þeirri sölu rennur í nemendasjóð.
Hvanneyrardeild nær í jólatré
Á þriðjudaginn náði Hvanneyrardeild sér í jólatré ásamt elstu deild leikskólans Andabæjar. Þetta árið fengum við að fara í lund í landi Landbúnaðarháskóla Íslands til að ná í jólatré og berum við þeim kærar þakkir fyrir það. Nemendur völdu sér fallegt jólatré og fengu sér síðan heitt kakó og piparkökur í Skjólbeltunum.
Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum
Í dag var Ljósahátíð haldin á Kleppjársreykjum eins og hefð fyrir í aðdraganda aðventu. Ljósahátíð er stutt samkoma í matsal skólans þar sem nemendur sitja við kertaljós frá sínum kertaluktum og hlusta á ljóðalestur og tónlistaratriði. Að þessu sinni voru það Patrekur Darri, Kristján Bjarni og Elías Andri sem lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein og Lisbeth Inga og …
Grænfáni og flóamarkaður
Í gær, þriðjudag, var Grænfánanum flaggað í níunda sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild er fyrsti skólinn til þess að flagga í níunda sinn. Jóhanna kom frá Landvernd og afhenti umhverfisnefnd Hvanneyrardeildar nýjan Grænfána til þess að flagga. Foreldrar voru viðstaddir athöfnina og að henni lokinni var opnaður Flóamarkaður þar sem nemendur seldu fjölbreyttan varning og mun ágóðinn af honum fara til …
Smiðjuhelgi
Dagana 5. og 6. október síðastliðin var haldin smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar en smiðjuhelgar eru fastur liður í starfi skólans. Tilgangur þeirra er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum kost á að hafa meira um val sitt að segja. Með smiðjuhelgunum fá nemendur fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á …
Hvalaverkefni
Á Hvanneyri hafa nemendur verið að vinna að þemaverkefnum um hvali sem þau ætla að sýna foreldrum sínum í foreldraviðtölum 9. október. Nemendur fengu að velja hvernig lokaafurðin yrði, þ.e.a.s. hvort þau ætluðu að gera bók, veggspjald, power point o.fl. Nemendur sýndu verkefnunum mikinn áhuga og tóku allir þátt í því að útbúa hvalinn Spotify og að mæla lengdir hvala …
List fyrir alla
Í dag fengum við heimsókn frá List fyrir alla, þar sem Valgerður Guðnadóttir og Hrönn Þráinsdóttir sýndu söngleikinn Björt í sumarhúsi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”. Nemendur í yngstu bekkjum skólans nutu sýningarinnar.