Náttúrufræði á miðstigi á Kljr

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það sem af er haustönn skólaársins hafa nemendur á miðstigi á Kleppjárnsreykjum verið að fræðast um lífríkið í kringum okkur í náttúrufræði. Meðal þess sem að nemendur hafa gert er plöntusafn, safnað birkifræum, teiknað upp gróðurkort af nágrenni skólans, greint aldur trjáa og veðurfar með því að telja út árhringi svo fátt eitt sé nefnt. Þessar vikurnar eru þau að …

Útikennsla á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta og miðstigið á Varmalandi er í útikennslu einu sinni í viku. Síðustu vikurnar höfum við brallað ýmislegt og höfum við farið í rannsóknarleiðangra um afkima skógarsvæðisins á Varmalandi. Farið upp í gegnum skóginn og enduðað uppi á klettunum fyrir ofan Hótel Varmaland. Þar sem útsýnið er fallegt og var tekin hópmynd við þetta skemmtilega tækifæri. Það sem gerir útinámið …

Smiðjuhelgi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrri smiðjuhelgi unglingastigsins var haldin dagana 30.september og 1.október á Kleppjárnsreykjum. Í boði voru fjölbreyttar smiðjur að vanda. Það var smiðja í kvikmyndagerð í umsjón Þórðar Helga Guðjónssonar, myndlist í umsjón Evu Lindar Jóhannsdóttur, björgunarsveitin Ok var með smiðju, Narfi Jónsson var með frísbígolf, og svo var smiðja í kökuskreytingum í umsjón Evu Láru Vilhjálmsdóttur. Smiðjuvinnan var frá klukkan 15:00 …

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Degi íslenskrar tungu, skálmuðu nemendur Hvanneyrardeildar í leikskólann Andabæ þar sem þau bæði hlýddu á söng nemenda í Andabæ og launuðu síðan jafnframt fyrir sig og sungu fyrir þau. Tekið var fyrir lagið „Þannig týnist tíminn“ eftir Bjartmar Guðlaugsson, en kennarar hafa undanfarið leiðbeint nemendum með styrkri hendi og kennt þeim textann og sönginn, í byrjendalæsinu. Eftir það lá …

Baráttudagur gegn einelti

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 8.nóvember var baráttudagur gegn einelti og nýttu nemendur og starfsfólk á Varmalandsdeild daginn til að vinna verkefni tengdum þeim áskorunum sem við stöndum stöðugt frammi fyrir.   Nemendahópurinn í 3.-10.bekk horfðu saman á myndband um birtingarmyndir eineltis fyrr og nú. Í tengslum við myndbandið „Katla gamla“ átti hópurinn í mjög góðum umræðum um málefni dagsins. Á eftir var nemendum …

Að rifja upp litablöndun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 3. og 4. bekk á Kleppjárnsreykjum voru að rifja upp litablöndun, heita og kalda liti og gerðu þessa fallegu myndir í kjölfarið. Sjá myndir.

Að skoða líkamann og hlutföll hans

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 7. bekk á Kleppjárnsreykjum eru búin að vera að skoða líkamann og hlutföll hans. Þau teiknuðu í framhaldi af því andlitsmyndir af sér og vatnslituðu. Sjá myndir.

Fyrstu textílverk nemenda í 1.bekk K

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrstu textílverk nemenda í 1.bekk á Kleppjárnsreykjum. Nemendur lituðu myndina og notuðu síðan þræðispor í útlínur. Sjá myndir.

Leirlistaval

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í leirlistavali á Kleppjárnsreykjum eru búnir að fá fyrstu hlutina sína úr ofninum. Þessi verk eru gerð með plötu- og fingraaðferð. Sjá mynd.