Fyrstu hlutirnir komnir úr brennslu í leirvali á Kleppjárnsreykjum. Sjá myndir
Smíðaboðhlaup
Í smíðatíma á Kleppjárnsreykjum fóru 3.-4. í smíðaboðhlaup þar sem nemendur skemmtu sér konunglega. Sjá myndir
Afmæli grænfánans 25. apríl
Í tilefni að degi umhverfisins 25. apríl fóru nemendur á miðstigi út að tína rusl. Þau fundu mikið af fyrirferðamiklu rusli þar sem mikið hefur verið um framkvæmdir á skólalóðinni.
Skólalóðin á Kleppjárnsreykjum snyrt
Nokkrir nemendur í skólavali notuðu góða veðrið í að snyrta portið í skólanum. Aðrir löguðu listaverk innan skólans, hengdu upp gardínur á vistinni og máluðu ruslafötur. Sjá myndir.
Kakótími
Kakótími í skúrnum hjá Unnari smíðakennara. Sjá myndir.
Ópið
Nemendur í 6. og 7. bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu eftirmynd af einu dýrasta málverki heims Ópinu eftir Edvard Munch. Sjá myndir
Páskaungar á Kleppjárnsreykjum
Páskaungar Í vikunni ungaði Unnar út páskaungum inni á smíðastofu á Kleppjárnsreykjum. Það komu 16 ungar úr 20 eggjum og hafa þeir vakið mikla hrifningu nemenda og starfsfólks. Sem dæmi komu um hundrað nemendur, starfsfólk, leikskólabörn og foreldrar að skoða ungana á miðvikudaginn.
4. bekkur les fyrir nemendur í Andabæ
Fimmtudaginn 31. mars fóru nemendur í 4. bekk og lásu fyrir leikskólabörnin í Andabæ. Þau dreifðu sér um útilóðina og lásu fyrir nemendur í dásamlegu vor veðri. Sjá myndir
Textílval
Nemendur í textílvali á Kleppjárnsreykjum saumuðu tvöfaldar töskur. Einnig gerðu þau nokkrar tilraunir með skreytingar s.s. litun, silkiþrykk, og að skera út vínil. Sjá myndir
Vatnslitaval
Nemendur í vatnslitavali á Kleppjárnsreykjum máluðu þessar myndir eftir leiðbeiningum. Áður voru þau búin að gera æfingar með þeim vatnslitum sem þau notuðu í myndina til að fá tilfinningu fyrir litunum.