Upplestrarkeppni Vesturlands

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag tóku Erla Ýr Pétursdóttir og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker þátt í Upplestrarkeppni Vesturlands sem haldin var í Grunnskólanum í Borgarnesi. Alls tóku 9 nemendur þátt í keppninni frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla í Búðardal og Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Nemendur lásu hluta af sögunni Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, ljóð eftir Ragnheiði Lárusdóttur og síðan var ljóð …

Upplestrarkeppni GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 15. mars var haldin upplestrarkeppni GBF í gegnum Teams þar sem við þurftum að fella niður keppnina í Snorrastofu vegna veðurs. Það voru fjórir þátttakendur sem tóku þátt: Erla Ýr Pétursdóttir, Jóhannes Bragi Unnsteinsson, Kristín Eir Holaker Hauksdóttir og Reynir Skorri Jónsson. Nemendur lásu við ræðupúlt og vorum við með beina útsendingu á Teams fyrir foreldra og aðra nemendur. …

Upplestrarkeppni 4. – 7. bekkjar á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 10. mars var haldin upplestarkeppni miðstigsins á Varmalandi þar sem hefð er fyrir því að miðstigið allt fái tækifæri til að æfa sig með 7. bekknum. Sem fer svo áfram í undankeppni innan GBF í Snorrastofu fyrir Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi sem verður í Borgarnesi þann 17. mars n.k. Nemendur höfðu staðið í ströngu við æfingar og búið …

Texíll og myndmennt

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 2. bekk á Kleppjárnsreykjum unnu verkefni þar sem þær áttu að teikna sjálfsmynd. Myndin var síðan færð yfir á jawa og þær saumuðu útlínurnar með aftursting lituðu síðan innan í með textíllitum. Sumar náðu að flétta upphengiböndin á myndina sína. Sjá myndir.

Vorboðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er kominn vorhugur í 1.bekk á Kleppjárnsreykjum. Þau smíðuðu hús handa smáfuglunum til að verpa í. Sjá myndir

Myndir með grafíktækni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 5.bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu myndir með grafíktækni sem heitir pappaþrykk. Sumir þurftu að læra af mistökunum þvi verkin þurfa að vinnast sem spegilmynd af lokaútkomu. Sjá myndir

Uppbrot í skammdeginu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta- og miðstig á Varmalandi ákvað að létta sér aðeins lundina í febrúar og skelltu í litríkar pönnukökur. Yngsta stigið gerði líka stafabrauð í öðrum tíma en þá hnoðuðu þau stafinn sinn og bökuðu. Með því samþættist íslenska, stærðfræði og heimilisfræði og þótti kennara þau standa sig mjög vel. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hafi …

Útikennsla á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngstastigið á Varmalandi er í útikennslu eftir hádegi á þriðjudögum og er oftast mikið fjör og mikið gaman hjá þeim. Einn daginn var verið að fá D-vítamín frá sólinni og hlusta á umhverfið okkar. Þau nutu sín til hins ýtrasta og sumir lágu meira að segja extra lengi og voru alveg kyrrir. Annan dag þá var skógurinn nýttur sem er …

Val á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í valinu „Ég sé með teikningu“ á Kleppjárnsreykjum teikna með hinum ýmsu áhöldum og efnum. Teiknað með vír, bleki, puttum og öllu sem þeim dettur í hug.