Gjöf til skólans frá Tatyana Gubska (úkraínsk móðir)

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þessi brúða er sköpuð af ást og þakklæti til Íslands, landsins sem ver Úkraínumenn og börnin þeirra í stríði. Motankas (Мотанка) eru fornar úkraínskar ættkvíslar. Þau eru tákn velmegunar, góðvildar og vonar. Þá komu fyrst hnýttar dúkkur fram fyrir um 5.000 árum og táknuðu einingu fjölskyldunnar og djúp tengsl milli margra kynslóða. Nafnið „motanka“ kemur frá orðinu „motaty“ (að vinda) þ.e. að búa til hnýtta dúkku …

Söngvarakeppni GBf

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 1. mars síðastliðinn var haldin Söngvarakeppni GBF í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Kynntu þeir Alex Þór og Guðmundur Bragi keppendur úr 4. – 10. bekk til leiks hver á eftir öðrum. Nemendur fóru á algjörum kostum með sönghæfileikum og hugrekki sínu að taka þátt í svona verkefni. Erla Ýr stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sungið sig inn í …

Skíðaferð 1. – 6. bekkjar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 16. febrúar skelltu nemendur í 1. – 6. bekk sér á skíði í Bláfjöllum. Veðrið lék við okkur og var frábært hvað nemendur fóru fljótir að ná tökum á skíðaíþróttinni. Grunnskóli Borgarfjarðar býr yfir reynslumiklum kennurum sem voru fljótir að kenna nemendum grunnáherslurnar. Við fengum líka mikið af foreldrum með okkur sem voru duglegir að aðstoða sín og önnur …

Hellamálverk

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 3.- 4. bekk í Kleppjárnsreykjadeild kynntu sér Hellamálverk. Ýmsar spurningar komu upp t.d með hverju var málað og af hverju málaði fólk dýramyndir, hversu gömul eru verkin. Skemmtilegar umræður spruttu uppúr þessum vangaveltum.

Vinakeðja

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 1. desember ár hvert fara nemendur, foreldrar, skólahópur og starfsmenn gangandi með kyndla upp á Laugahnjúk þar sem þau mynda vinakeðju, syngja jólalög og kveikja síðan á stórri stjörnu sem lýsir yfir Varmaland fram yfir áramótin. Að þessu loknu koma allir inn í heitt kakó og smákökur. Þetta árið var einnig farið inn í jólaföndur þar sem nemendur og …

Samhugsverkefni yngsta stigs GBF Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Til þess að leggja okkar af mörkum í fallega verkefnið Samhugur í Borgarbyggð ákváðum við á yngsta stigi GBF Varmalandi að útbúa merkimiða og gefa í söfnunina. Nemendur perluðu litlar myndir að eigin vali og svo voru “til og frá” miðar þræddir á hvert listaverk. Þessu var safnað saman í litla öskju sem Baltasar Jökull nemandi í 2. bekk tók að sér að fara svo með á Heilsugæslustöðina …

Bókagjöf

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Bræðurnir Guðni og Ævar Benediktssynir færðu Varmalandsdeild eintök af útkomnum bókum sínum. Sæunn bókasafnsvörður tók á móti gjöfinni. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Auglýst eftir þroskaþjálfa

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við Grunnskóla Borgarfjarðar starfar einn þroskaþjálfi og nú leitum við eftir liðsauka. Um er að ræða 80% starf en minna starfshlutfall kemur líka til greina. Grunnskóli Borgarfjarðar er með starfsemi á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og er um að ræða fjölbreytt starf á einni eða fleiri deildum skólans. Þroskaþjálfi starfar með kennarateymum að áætlunargerð, þjálfun, félagsfærni, aðlögun námsefnis og námsaðstæðum …

Kveðja frá UNICEF-hreyfingunni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Gaman að deila þessum pósti sem kom frá UNICEF : Takk kærlega fyrir þátttökuna í UNICEF-Hreyfingunni í ár 😊 Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtíma uppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta. Þið söfnuðuð 65.050 krónum! Vel gert!   Með ykkar áheitum í ár verður til dæmis hægt að útvega  …

Míluganga í GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi byrjuðu alla daga þessa vikuna á röskri 1,6 -2 kílómetra göngu í vorblíðunni. Var þetta liður í heilsueflandi starfi skólans.