Vinakeðja

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 1. desember ár hvert fara nemendur, foreldrar, skólahópur og starfsmenn gangandi með kyndla upp á Laugahnjúk þar sem þau mynda vinakeðju, syngja jólalög og kveikja síðan á stórri stjörnu sem lýsir yfir Varmaland fram yfir áramótin. Að þessu loknu koma allir inn í heitt kakó og smákökur. Þetta árið var einnig farið inn í jólaföndur þar sem nemendur og …

Samhugsverkefni yngsta stigs GBF Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Til þess að leggja okkar af mörkum í fallega verkefnið Samhugur í Borgarbyggð ákváðum við á yngsta stigi GBF Varmalandi að útbúa merkimiða og gefa í söfnunina. Nemendur perluðu litlar myndir að eigin vali og svo voru “til og frá” miðar þræddir á hvert listaverk. Þessu var safnað saman í litla öskju sem Baltasar Jökull nemandi í 2. bekk tók að sér að fara svo með á Heilsugæslustöðina …

Bókagjöf

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Bræðurnir Guðni og Ævar Benediktssynir færðu Varmalandsdeild eintök af útkomnum bókum sínum. Sæunn bókasafnsvörður tók á móti gjöfinni. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Auglýst eftir þroskaþjálfa

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við Grunnskóla Borgarfjarðar starfar einn þroskaþjálfi og nú leitum við eftir liðsauka. Um er að ræða 80% starf en minna starfshlutfall kemur líka til greina. Grunnskóli Borgarfjarðar er með starfsemi á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og er um að ræða fjölbreytt starf á einni eða fleiri deildum skólans. Þroskaþjálfi starfar með kennarateymum að áætlunargerð, þjálfun, félagsfærni, aðlögun námsefnis og námsaðstæðum …

Kveðja frá UNICEF-hreyfingunni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Gaman að deila þessum pósti sem kom frá UNICEF : Takk kærlega fyrir þátttökuna í UNICEF-Hreyfingunni í ár 😊 Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtíma uppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta. Þið söfnuðuð 65.050 krónum! Vel gert!   Með ykkar áheitum í ár verður til dæmis hægt að útvega  …

Míluganga í GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi byrjuðu alla daga þessa vikuna á röskri 1,6 -2 kílómetra göngu í vorblíðunni. Var þetta liður í heilsueflandi starfi skólans.

Sjóferð um Sundin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vikunni fór 6.bekkur í sjóferð um sundin í boði Faxaflóahafna og Húsdýragarðsins. Siglingin tók eina klukkustund og fengu nemendur fræðslu um lífríki sjávarins auk þess sem siglt var að Lundey og fylgst með fuglalifinu þar. 

Stóra upplestrarkeppnin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stóra upplestarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Þinghamri á Varmalandi 19.maí síðastliðinn. Keppnin hefur verið árviss viðburður hjá sjöunda bekk í 24 ár og því mjög ánægjulegt að hægt væri að ljúka henni einnig á þessu skólaári þó vissulega hafi útlitið verið tvísýnt um tíma.  Það voru 10 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni frá Auðarskóla,  Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla.  Nemendur stóðu sig allir með prýði en sigurvegarar voru: Ernir Daði Arnberg Sigurðarson í 1.sæti, Guðjón Andri Gunnarsson í 2.sæti báðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Stefanía Ottesen í 3.sæti frá Heiðarskóla. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Heimferð flýtt í dag

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Heimferð verður flýtt í dag vegna veðurs. Skólabílar munu fara af stað kl 13.30 á öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólaselið á Hvanneyri verður opið eins og venja er.