Gjaldskrá vegna skólamálsverða

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Um áramót tók ný gjaldskrá hjá Borgarbyggð vegna skólamálsverða í Grunnskólum Borgarbyggðar. Gjaldskránna má sjá á heimasíðu Borgarbyggðar eða hér.

Fræðsluerindi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við fengum góða gesti í skólann á miðvikudaginn en tvíeykið sem gengur undir heitinu „Fokk Me Fokk You“ heimsótti okkur með fræðslu um sjálfsmynd, samskipti, mörk og kynferðismál á tímum samfélagsmiðla, snjalltækja og mikillar netnotkunar. Við hittumst á Kleppjárnsreykjum og hlýddum á boðskapinn í um klukkustund og var ekki annað að heyra á krökkunum en að þetta hitti vel í …

Skipulagsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 14. september er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og því engin kennsla þann dag.

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Kæru nemendur og foreldrar, Grunnskóla Borgarfjarðar verður slitið miðvikudaginn 6. júní. Hvanneyrardeild kl. 10:00 í barnaskólahúsnæðinu á Hvanneyri. Kleppjárnsreykjadeild kl.12:00 í Reykholtskirku og Varmalandsdeild kl 14:00 í Þinghamri. Hressing að hætti matráðanna í lok slita. Sjáumst á miðvikudaginn. Kv. Ingibjörg Inga

Blómin á þakinu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa undanfarið verið að vinna með bókina Blómin á þakinu í stöðvavinnu. Í tengslum við bókina fengu nemendur að útbúa smjör og gróðursetja stjúpur. Fengu nemendur og starfsmenn síðan að gæða sér á dásamlegu smjöri að lokinni þeirri vinnu.  

Stóra upplestrarkeppnin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin á Vesturlandi fór fram í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Grunnskóli Borgarfjarðar átti sigurvegarann að þessu sinni og Auðarskóli í Búðardal hlaut annað og þriðja sæti. Ingibjörg Þórðardóttir fór með sigur af hólmi. Allir keppendur stóðu sig með prýði og öll umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar. Einar Margeir stóð sig einnig mjög vel fyrir GBF. Frábær frammistaða okkar manna.

Fræðsluerindi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Takið frá mánudagskvöldið þann 16.apríl! Þá kemur Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Háskóla Íslands og þjálfari hjá KVAN og heldur fræðsluerindi í Grunnskóla Borgarfjarðar. Hún leggur áherslu á hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla félagsfærni, vináttu, samskipti og leiðtogahæfileika. Þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á lífsgæði, heilsu og velferð barna. Fyrirlesturinn fer fram á Kleppjárnsreykjum þann …