Orðadæmi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stuð í stærðfræði hjá 3.b. og 4.b. á Varmalandi. Þetta reyndi vel á íslenskukunnáttuna og þekkingu á hugtökum í stærðfræði. Gekk vonum framar. Svo gerum við hefti með lesdæmum 👏🏼

Einkunnarorð skólans

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stafir sem nemendur skreyttu í leturvali fyrir jól eru komnir upp og munu vonandi hanga þarna um ókomin ár.

Viðurkenningar í lestraráskorun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það  var mikil hátíð hjá okkur í 5. 6. og 7. bekk . Þannig vill til að fyrir jól tóku nemendur þátt í lestraráskorun sem heitir 100 bækur. Þessi 100 bóka lestraráskorun er á hálfs árs fresti þannig að þeir sem hafa áhuga geta tekið þátt. Nemendur sem taka þátt eiga að ná því markmiði að lesa 100 bækur innan …

Málshættir í myndmennt

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 7. bekk Kleppjárnsreykjadeild túlkuðu lita málshætti í myndmennt Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans eða hér.

Leiðtogaverkefni á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

3.bekkur og 4.bekkur á Varmalandi, vann þetta skemmtilega verkefni á Leiðtogadaginn síðasta. Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans eða hér.

Hjólageymsla á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er gott að eiga góða nágranna og það eigum við í Grunnskóla Borgarfjarðar. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri tók sig til og smíðaði þessa fallegu hjólageymslu fyrir þá nemendur sem fara með rútunni upp að Kleppjárnsreykjum á hverjum degi þannig að hjólin þeirra liggi ekki í grasinu. Takk kærlega fyrir þetta framtak Guðmundur.

100 daga hátíð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

100 daga hátíð var haldin þann 30. janúar í GBF í tilefni af því að nemendur hafa mætt 100 daga í skólann þetta skólaárið. Verkefnin voru fjölbreytt: Hvernig lít ég út 100 ára?, mæld 100 skref eftir ganginum, hvað ætla ég að gera áður en ég verð 100 ára og hvað get ég skrifað oft nafnið mitt á 100 sekúndum. …

Spilaval Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Unglingarnir á Kleppjárnsreykjum höfðu möguleikann á spilavali nú á vorönn. Síðustu vikur hafa þau spilað félagsvist af miklum móð en í dag var röðin komin að borð-orðaspilum. Þau standa sig eins og hetjur og læra jafnvel íslensku og stærðfræði í leiðinni! Myndir

Geitungabú rannsakað

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í sumar var örlítið geitungabú handsamað og því komið fyrir í frysti. Nýlega skoðuðu nemendur í 8. bekk innihaldið og fóru í heimsókn til 1.-4. bekkjar til að sýna þeim undrið. Allir voru gríðarlega áhugasamir enda ekki algengt að geta skoðað geitunga í svona miklu návígi, hvað þá í janúar! Myndir

Líffræði í unglingadeildinni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngri deildin á Varmalandi fèkk gott tilboð. Það var boð um að koma í heimsókn í líffræðitíma í unglingadeildinni, en þau voru að læra um spendýr. Þau höfðu verið svo heppin að fá þrjú dýr sem höfðu látist af slysförum til krufningar. Og þau fræddu yngri börnin um hjarta, lungu, meltingarfæri, feld og atferli dýranna.Börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu …