Föstudaginn 27. maí er skipulagsdagur kennara og því enginn skóli fyrir nemendur. Með uppstigningardegi verður þetta því fjögurra daga helgi sem við vonum að nemendur njóti vel.
Vetrarfrí
Vetrarfrí verður í Grunnskóla Borgarfjarðar mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. febrúar. Miðvikudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur og því enginn skóli. Nemendur mæta næst í skólann fimmtudaginn 24. febrúar. Við óskum öllum góðra stunda í vetrarfríinu.
Dans og félagsfærni
Jón Pétur kom með félagsfærni/dans námskeið til okkar eina viku í febrúar þar sem nemendur fengu góða kynningu á fjölbreyttum dönsum o.fl.
Jólakveðja
Starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur í skólanum þriðjudaginn 4. janúar 2022
Vetrarfrí og skipulagsdagur
Vetrarfrí verður í Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. október. Mánudaginn 1. nóvember er skipulagsdagur sem fer fram utan skólans. Skólinn verður því lokaður fram á þriðjudaginn 2. nóvember. Vonum að nemendur njóti þess að vera í fríi. Sjáumst endurnærð og hress á þriðjudaginn.
Skóli hefst á morgun, þriðjudag
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá á morgun þiðjudaginn 6. apríl 2021.
Skólastarf að loknu páskafríi
Ný reglugerð hefur litið dagsins ljós og lítur út fyrir að skólarnir geti opnað þriðjudaginn 6. apríl án mikilla takmarkanna. Stjórnendur skólanna í Borgarbyggð hafa fundað um stöðuna. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti um helgina ef eitthvað breytist. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir takmörkunum á starfi grunnskóla eins og hér segir: * Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun …
Skóla lokað fram að páskum
Skólastarf í grunnskólum fellur niður fram að páskum. Gert er ráð fyrir að það verði með óhefðbundnum hætti um tíma að loknu páskafríi. Upplýsingar verða sendar forráðamönnum nemenda um leið og þær liggja fyrir.Við vekjum athygli á frétt á heimasíðu Borgarbyggðar með upplýsingum um aðgerðir sem bitna á starfsemi Borgarbyggðar. https://www.borgarbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/frettir-ur-borgarbyggd/adgerdir-sem-taka-gildi-fra-og-med-25-mars-vegna-covid-20
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi fór fram í Laugargerðisskóla fimmtudaginn 18. mars síðastliðinn. Þar komu saman keppendur frá Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugargerðisskóla og Auðarskóla í Búðardal. Dómnefndina skipuðu Jón Hjartarson fulltrúi Radda, Brandís Margrét Hauksdóttir og Halla Guðmundsdóttir. Raddir hafa haldið keppnina nú í 25 ár og er þetta í síðasta sinn sem þeir sjá …
Vetrarfrí
Fimmtudag og föstudag 25.og 26. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Mánudaginn 1. mars er skipulagsdagur og frí hjá nemendum. Vonandi njóta allir frísins, sjáumst hress aftur þriðjudaginn 2. mars.