Vorbingó á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Á vordögum var blásið til vorbingós keppni á Varmalandi á milli stiga. Þar sem nemendur þurftu að leysa 16 fjölbreytt verkefni eins og að þreifa á jarðvegi og skoða hann, greina fugla og skrifa niður hvað hann heitir, hvenær hann sást og hvar, hugleiða í náttúrunni, finna lifandi skordýr og skoða það o.s.frv. Það stig sem leysti fyrst öll verkefn rétt bar …

Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

kiwanis klúbburinn kom færandi hendi á allar deildir Grunnskóla Borgarfjarðar með reiðhjólahjálma til nemenda í fyrsta bekk. Nemendur voru hæstánægðir og þökkum við fulltrúum Kiwanis klúbbsins kærlega fyrir góða heimsókn.

Fjárhúsaferð í Bakkakot

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Í dag fóru nemendur í 1.-6. bekk á Varmalandi í heimsókn til Kristínar Kristjánsdóttur og fjölskyldu í Bakkakoti, þar var tekið virkilega vel á móti nemendum. Þeir nemendur sem voru ókunnugir fjárhúsunum urðu reynslunni ríkari þar sem bæði ábúendur og vanir nemendur sýndu mikla leiðtogahæfni við að fræða bekkjarfélaga sína og svara ýmsum spurningum þeirra. Nemendur fengu að klappa sauðfénu, …

Stærðfræðiratleikur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi tóku þátt í stærðfræðiratleik í blíðskaparveðri nú á dögunum. Nemendur unnu saman í hópum og þurftu meðal annars að telja bílana á bílastæðinu og reikna út hversu mörg dekk eru undir þeim samtals og skrá niðurstöðurnar. Telja alla sjáanlega glugga á skólabyggingunni og reikna út hversu margir þeir eru ef jafnmargir gluggar eru á þeim hliðum …

Blöðrumálun, teikning og fingraför

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi unnu skemmtilegt verkefni þar sem málning af ólíkum litum var sprautað ofan á hvor aðra, síðan var blöðru dýft ofan í og henni síðan ýtt ofan á blað og snúið, þannig urðu til litablandaðar kúlur. Eftir að málningin hafði þornað héldu nemendur áfram og breyttu kúlunum í hinar ýmsu furðuverur. Jafnframt var búin til …

Búbblur, spagettí og sykurpúðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi unnu samvinnunámsverkefni þar sem þeir fengu spagettí og sykurpúða sem þeir áttu að nota til að byggja turn saman. Verkefnið var ekki bara skemmtilegt og öðruvísi heldur reyndi það á færni nemenda í samskiptum, rökhugsun og þolinmæði. Að því loknu var framkvæmd tilraun úr hinni geysivinsælu bók Vísindabók Villa. Þar sem nemendur reyndu að …

Páskalestur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta- og miðstigi á Varmalandi fengu lestrarbingó fyrir páskafrí sem þeir höfðu val um að vinna og skila svo inn til kennara að fríi loknu. Fimm nemendur hlutu viðurkenningarskjal fyrir páskalesturinn en til þess þurfti að leysa 7 af 8 atriðum. M.a. þurfti að lesa með vasaljós og lesa í sparifötum.  

Ávaxtakarfan

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Árshátíð GBF Varmalandi var haldin þann 7. apríl s.l. með pompi og prakt þrátt fyrir að inflúensan væri búin að ná í skottið á nokkrum nemendum og kennurum. Því miður er það bara þannig að “the show must go on”. Nemendur yngsta stigs völdu að setja upp söngleikritið Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir. Mið- og unglingastigi var boðið að vera …

Rusla-Bingó

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Fyrsta skóladaginn eftir páskafrí, lék veðrið svo sannarlega við okkur. Sem ákveðið var að nýta til hins ýtrasta. Nemendur leystu af hólmi fjölbreytt og skemmtileg verkefni, þar sem þeir urðu um leið margs vísari. Til að mynda var farið var í Rusla-Bingó þar sem finna þurfti ákveðna flokka af rusli þar nemendur hlutu jafnframt fræðslu um flokkun og endurnýtingu efniviða. …