Bingó

Páskabingó NGBF 

Nemendaráð GBF stóð fyrir páskabingói í Þinghamri fimmtudaginn 23. mars. Viðburðurinn var vel sóttur og góð þátttaka. Spilaðar voru níu umferðir og vinningar voru ekki af verri endanum en nemendaráðið fékk vinninga frá ýmsum aðilum úr heimahéraði og við þökkum þeim kærlega fyrir veittan stuðning. Meðal vinninga voru gjafabréf frá Landnámssetrinu, FlyOver Iceland, Límtré vírnet, KB, Fok, bíómiðar frá Bíó Paradís o.fl. o.fl. 

Nemendaráð þakkar öllum þeim sem komu og tóku þátt fyrir skemmtilega samveru.