Ýmislegt brallað á Varmalandi og eldgos

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Apríl hefur verið viðburðaríkur mánuður hér á Varmalandi. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni og ákveðið að gleðja hvern annan með skemmtilegum boðum á viðburði. Unglingadeildin bauð nemendum yngsta- og miðsstigs á diskó og leikjafjör einn föstudaginn þar sem hópurinn gerði skipulagði leiki og dansfjör fyrir allan aldur. Í kjölfarið bauð yngsta stigið unglingunum í heimsókn einn föstudag til að vera saman og …

Sjóferð og Flyover Iceland

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vikunni fór 6. bekkur GBF í sjóferð um Sundin í boði Faxaflóahafnar og Húsdýragarðsins. Ferðin tekur um klukkustund og fá nemendur að sjá eyjurnar í Kollafirði, kynnast fuglalífinu og fræðast um lífríkið í sjónum. Eftir sjóferðina lá leiðin í Flyover Iceland þar sem nemendur fengu tækifæri til að svífa yfir Ísland í flughermi. Nemendur fengu sýn á stórbrotið landslag Íslands og …

Nýsköpun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á Kleppjárnsreykjum hafa á þessu skólaári geta valið nýsköpun í áhugasviðsvali. Í nýsköpun er hægt að taka í sundur og hanna nýtt eða laga og hafa nemendur verið duglegir að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Hér getið þið séð brot af því sem nemendur hafa skapað í síðustu tímum.

Fuglaverkefni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta stigið á Varmalandi hefur verið að vinna að fuglaverkefni í paravinnu þar sem hvert par valdi sér fugl og aflaði sér upplýsinga um hann. Útbjuggu síðan plakat með þeim upplýsingum sem þau urðu sér út um.og prýðir það nú glugga skólans rétt við matsalinn. Þar eru einnig púðar sem þau útbjuggu, eftir þyngd fuglanna þar sem nemendur skólans, starfsfólk og …

Plokk

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á Varmalandi fór yngsta stigið og plokkaði rusl, þau tóku fyrir svæðið hjá fótboltavellinum og skurðina í kring um hann. Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað er mikið af rusli sem týnist til þó það virðist ekki vera neitt þegar við horfum yfir svæðið. Nemendur voru duglegir og mjög vakandi yfir umhverfismálunum, skemmtilegar og fræðandi umræður sem sköpuðust í kringum plokkið. 

Sumargjöf til foreldra

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur yngsta stigs bjuggu til fallega sumargjöf fyrir foreldra sína.  Þar máluðum þau fjölskyldumeðlimi á steina og límdu á spjald. Það var mikil gleði við þá vinnu og nemendur spenntir að færa foreldrum sínum gjöfina,

Klepparakeppni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tengslum við dag stærðfræðinnar í mars var haldin Klepparakeppni á Kleppjárnsreykjum. Keppt var í spilinu Kleppari á stigunum og á milli starfsmanna Kleppjárnsreykjadeildar og Hnoðrabóls. Keppnin var í formi útsláttarkeppni á hverju stigi fyrir sig. Þannig að ef þú tapaðir leik þá dastu úr keppninni. Þannig hélt þetta áfram þar til einn sigurvegari var eftir. Yngri yngsta stigs sigurvegarinn …

Skrímslavinna yngsta stigs Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Yngsta stigið á Varmalandi hefur verið að vinna með skrímsli í orði og á borði. Þau fengu innlögn um hin ýmsu þekktu skrímsli á Íslandi m.a. Nykri, Fjörulalla og svo má ekki gleyma skrímslinu í Skorradalsvatni. Nemendur fengu frjálst val um að búa til sín eigin skrímsli og byrjuðu þau á því að teikna skrímslið sitt og skrifa lýsingu á …

Hver uppáhalds liturinn þinn? Varð atvinnuleysi meira í covid?

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þessum spurningum og fleiri, var svarað í lokaverkefnum 10. bekkjar á Kleppjárnsreykjum í tölfræði. Kynningar fóru fram nú í vikunni og fóru nemendur yfir niðurstöður sínar. Rannsóknirnar voru gríðarlega fjölbreyttar, allt frá mati á vinsældum dráttarvéla og hljómsveita yfir í fjölþjóðlega athugun á atvinnuleysi á tímum Covid. Nemendur höfðu frjálsar hendur um rannsóknarefnið en fylgdu ströngum kröfum um tölfræðiúrvinnslu og söfnun …

Fyrirlestur Sólborgar og Þorsteins

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

15.apríl fengu unglingarnir okkar frábæran fyrirlestur frá Sólborgu Guðbrandsdótttur og Þorsteini V. Einarsyni. Hún er stofnandi Fátvita (netsíða) og hann stofnandi Karlmennskunnar (netsíða) og hafa þau sameinast með fyrirlestur gegn feðraveldinu, mörkum, samskiptum og karlmennsku. Yfir markmiðið er að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi með því að hrista upp í viðtkeknum samfélagslegum normum og hugmyndum.