Jólatré á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er hefð fyrir því að miðstigið á Varmalandi sæki jólatré sem sett er upp á Bláaganginum. Að þessu sinni valdi hópurinn stórt og verulega fallegt furutré úr skóginum austan við skólann. Þau söguðu neðstu greinarnar af og söguðu og söguðu að lokum féll timbur. Þá drógu þau tréið og héldu á því inn í skóla. Jólatréið var sett upp …

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 26. nóvember var Ljósahátíðin haldin hátíðleg á Kleppjárnsreykjum. Hátíðin markar upphaf aðventunnar í skólanum þegar jólaljósin eru tendruð. Þrír nemendur úr 8. bekk, Hermann Heiðar, Alex Þór og Tómas Orri, lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein og sungin voru vel valin jólalög í portinu við skólann. Loks tendruðu elsti og yngsti nemandi Kleppjárnsreykjadeildar ljós á skólatrénu í portinu, …

Smiðjuhelgi 12.-13. nóvember

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Helgina 12.-13. nóvember var smiðjuhelgi unglingastigsins haldin á Varmalandi og Hvanneyri  þegar ljóst var að allir voru með neikvæðar niðurstöður úr covid-prófum. Á Hvanneyri voru  nemendur í landbúnaðarsmiðju. Þar fengu þeir kynningu á Landbúnaðarháskólanum, fóru í fjósið, að Miðfossum og Hesti Á Varmalandi voru smiðjur í kökuskreytingum þar sem nemendur lærðu að gera rósir og ýmsar fígúrur úr sykurmassa og ýmsu …

Venjurnar 7

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á þemadögum unnu nemendur að því að endurnýja venjurnar 7 í Leiðtoganum í mér. Við munum sýna ykkur afraksturinn af þeirri vinnu á komandi vikum. Venja 1.: Taktu af skarið / vertu virkur. Venja persónulegrar ábyrgðar Staldraðu við áður en þú bregst við og veldu viðbrögðin þín. Þú getur skapað rými milli þess sem hendir þig og viðbragða þinna. Í …

Hrekkjavaka

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hrekkjavaka var haldin hátíðleg þann 27.október s.l. Þá mættu hinar ýmsu furðuverur í skólann til okkar og eftir hádegi stóð nemendaráð GBF fyrir uppbroti fyrir yngri nemendur á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum þar sem farið var í hina ýmsu leiki og dansaðir hinir ýmsu dansar.

Venja 1

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Unnið var við að endurnýja rammanna með venjunum 7 á Þemadögunum 6. til 8. október Venja 1.: Taktu af skarið / vertu virkur. Venja persónulegrar ábyrgðar Staldraðu við áður en þú bregst við og veldu viðbrögðin þín. Þú getur skapað rými milli þess sem hendir þig og viðbragða þinna. Í því rými hefurðu frelsi til að velja viðbrögð þín í stað þessa að bregðast …

Vetrarfrí og skipulagsdagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Vetrarfrí verður í Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. október. Mánudaginn 1. nóvember er skipulagsdagur sem fer fram utan skólans. Skólinn verður því lokaður fram á þriðjudaginn 2. nóvember. Vonum að nemendur njóti þess að vera í fríi. Sjáumst endurnærð og hress á þriðjudaginn.

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar 2020

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar 2020 Þar sem ekki tókst að halda aðalfund í fyrra 2020 þá verður hann haldinn núna þriðjudaginn 19. október 2021 kl.20 í Kleppjárnsreykjadeild skólans. Bent er á að ætlast er til að allir bekkjartengiliðir (eða staðgenglar) skólans mæti á fundinn. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 3. …

5.bekkur les fyrir leikskólabörnin í Andabæ

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn  12.október fóru nemendur í 5.bekk á Hvanneyri að lesa fyrir leikskólabörnin í Andabæ. Þau stóðu sig frábærlega vel bæði leikskólabörnin að hlusta og nemendurnir að lesa svo var leikið sér saman á eftir bæði úti og inni.

4. og 5. bekkur Varmalandi í Þverárrétt

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 13. september 2021 fóru 4. og 5. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi í Þverárrétt á vegum skólans. Þverárrétt er með fjárflestu réttum á landinu ef ekki sú stærsta. Nemendur tóku þátt í almennum réttarstörfum, fengu hina ýmsu fræðslu m.a. hvað væri gimbrar- og/eða hrútlamb með því að sjá hornalag svo framarlega sem að lömbin væru hyrnd. Einnig fengu þau súkkulaðikakó og meðlæti að vild í kaffipásum. Var ekki annað að sjá og heyra en að nemendur hafi notið réttarstússins saman þrátt fyrir að aðeins hafi rignt á okkur.