Vetrarfrí

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudag og föstudag 25.og 26. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Mánudaginn 1. mars er skipulagsdagur og frí hjá nemendum. Vonandi njóta allir frísins, sjáumst hress aftur þriðjudaginn 2. mars.

Skíðaferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 10. febrúar skellti Kleppjárnsreykjadeild sér á skíði í Bláfjöllum. Voru þau heppin með veður og algjör lúxus að vera eini skólinn í fjallinu þennan daginn. Yngsta stigið hafði fengið skíðakennslu fyrr í vikunni í formi pappaskíða sem greinilega skilaði sér í brekkurnar því í lok dags voru lang flestir nemendurnir komnir vel á leið í góðri skíðafærni. En myndir …

Vettvangsferð og Krakkar kokka

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á miðstigi á Kleppjárnsreykjum er hópur í heimilisfræði að vinna verkefnið Krakkar kokka sem er á vegum Matís. Framkvæmd verkefnisins felst í stuttu máli í því að nemendur fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, matarhefðir og auðlindir eigin svæðis.Hluti af verkefninu er að fara í vettvangsferð til hráefnisöflunar í villta náttúruna og/eða til frumframleiðanda á svæðinu. Í dag fóru nemendur í vettvangsferðina og fóru …

Allt og ekkert um hesta

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Vigdís, Kristín Eir og Sesselja á miðstigi á Kleppjárnsreykjum hafa verið að gera Podcast um áhugamál þeirra. Endilega hlustið á fyrsta þáttinn þeirra Allt og ekkert um hesta 1 hérna: https://youtu.be/goeEAoihBLo

Stærðfræðiþema

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á mánudag og þriðjudag í liðinni viku voru þemadagar hjá Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem aðalþemað var Stærðfræði og koma myndir af afrekstri nemenda á eftir texta frá hverri deild. Á Kleppjárnsreykjum var unnið með sex stöðvar þar sem nemendum var skipt þvert á aldur. Hver hópur fór á allar stöðvarnar. Stöðvarnar voru útistærðfræði, að útbúa 20 fermetra herbergi úr IKEA fyrir …

Föstudagurinn dimmi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudagurinn dimmi var haldinn í Borgarbyggð 15. janúar og að sjálfsögðu tók Grunnskóli Borgarfjarðar þátt í þeim viðburði. Nemendur gengu um ganga og stofur skólanna með vasaljós þar sem allt rafmagn var mjög takmarkað í skólanum. Fyrir föstudaginn dimma var efnt til Sagnasamkeppni Vesturlands þar sem þemað var draugasögur. Nemendur á miðstigi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum létu ekki sitt eftir …

Smíði á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í 5. bekk á Hvanneyri hafa verið í smíði hjá Unnari smíðakennara í haust. Þeir ákváðu strax í byrjun skólaárs að þeir vildu smíða sér flottan kassabíl. Smíðakennarinn tók því að sjálfsögðu fagnandi og hér má sjá afurð þessarar vinnu hjá strákunum: Forláta Willys jeppi með skóflu, bensínbrúsa og varadekki. Að sjálfsögðu fengu smiðirnir að taka mynd af sér …

10. grænfáninn á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 10.desember flögguðu nemendur GBF. Hvanneyrardeildar 10. grænfánanum fyrst allra skóla á Íslandi. Í tilefni dagsins var Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina þegar að fulltrúar Landverndar færðu skólanum 10.fánann. Það voru þau Heiðar Örn Jónsson og Álfheiður Sverrisdóttir ásamt Arnari Inga Heiðarssyn og Sverrir Davíð Jóhannesssyni sem veittu fánanum viðtöku. Til gamans má segja frá …

Jólatré sótt á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 8.desember fóru nemendur Hvanneyrardeildar að sækja jólatré. Síðustu 3 ár hefur Hvanneyrardeildin fengið að fara í skógrækt Landbúnaðarháskóla Íslands til að sækja jólatré ásamt elstu deild leikskólans Andabæ. Mikil hálka var á leiðinni en allir komu óbrotnir til baka með fallegt furutré sem Guðmundur Sigurðsson hjálpaði við að saga og flytja í skólann.