Í vor var smiðjuhelgi unglingastigsins haldin á Kleppjárnsreykjum daganna 20. og 21.maí. Að þessu sinni komu unglingarnir frá Auðarskóla, Laugargerði og Reykhólum og tóku þátt í smiðjuvinnunni. Að venju voru fjölbreyttar smiðjur í boði og létu nemendur og starfsmenn vel af vinnunni. Þær smiðjur sem í boði voru: Fjallahjólreiðar í umsjón Kára Halldórssonar, fótboltasmiðja í umsjón Vilhjálms Vilhálmssonar, hlaðvarpsgerð í umsjón Önnu M.Clausen, ljósmyndasmiðja í umsjón Bents Marinóssonar, reiðtygjagerð í umsjón Brynjólfs Guðmundssonar og tónlistarsmiðja í umsjón Árna Freys Jónssonar.
Ganga á Laugarhnjúk
Á dögunum gerði yngsta stigið á Varmalandi sér lítið fyrir og gekk upp á Laugarhnjúk í blíðskaparveðri. Nemendur fóru í hina ýmsu leiki og virtu fyrir sér útsýnið og náttúrufegurðina. Leyst var ansi skemmtilegt verkefni þar sem húllahringjum var komið fyrir og þurfti hver hópur að finna 6 mismunandi tegundir gróðurs innan hringsins. Ræða saman um hverja tegund og komast …
Gengið yfir Gráhraun
Nemendur á miðstigi GBF tóku sig til ásamt kennurum sínum að ganga frá Gilsbakka yfir Hallmundarhraun í átt að Barnafossi. Þau tóku með sér smá nesti til þess að nærast á leiðinni, síðan var gefinn góður tími í að skoða Barnafoss og Hraunfossa. Að því loknu fóru nemendur heim í hádegismat og skemmtu sér í sundi eftir matinn.
Fjölgreindarleikar
Fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum voru handnir 30. maí í blíðskaparveðri. Skemmtu bæði nemendur og starfsfólk sér konunglega. Nemendur þvert á stig, tóku þátt í allskonar þrautum.
Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar
Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar verð föstudaginn 3. júní. Tímasetningar eru eftirfarandi: kl. 10 Varmaland í félagsheimilinu Þinghamri kl. 12 Hvanneyri í skjólbeltunum eða skólanum eftir veðri. kl. 14 Kleppjárnsreykir í Reykholtskirkju
Vorbingó á Varmalandi
Á vordögum var blásið til vorbingós keppni á Varmalandi á milli stiga. Þar sem nemendur þurftu að leysa 16 fjölbreytt verkefni eins og að þreifa á jarðvegi og skoða hann, greina fugla og skrifa niður hvað hann heitir, hvenær hann sást og hvar, hugleiða í náttúrunni, finna lifandi skordýr og skoða það o.s.frv. Það stig sem leysti fyrst öll verkefn rétt bar …
Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis
kiwanis klúbburinn kom færandi hendi á allar deildir Grunnskóla Borgarfjarðar með reiðhjólahjálma til nemenda í fyrsta bekk. Nemendur voru hæstánægðir og þökkum við fulltrúum Kiwanis klúbbsins kærlega fyrir góða heimsókn.
Skipulagsdagur
Föstudaginn 27. maí er skipulagsdagur kennara og því enginn skóli fyrir nemendur. Með uppstigningardegi verður þetta því fjögurra daga helgi sem við vonum að nemendur njóti vel.
Leikskólinn Hnoðraból-formleg opnun og opið hús 27. maí n.k
Leikskólinn Hnoðraból kom til okkar að Kleppjárnreykjum um áramótin 2021 en hefur ekki verið formlega opnaður. Föstudaginn 27. maí verður formleg opnunarhátíð og opið hús fyrir alla frá 10:30-12. Sjá betur á mynd ef smellt er á fréttina.
Strengjabrúður
Nemendur í 3.-4.bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu þessa skemmtilegu strengjabrúður í smíði. Sjá mynd