Mánudaginn 13. mars var haldin upplestrarkeppni GBf þar sem 5 nemendur tóku þátt í að þessu sinni. Dómarar voru Bjarni Guðmundsson og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og höfðu þau orð á því hvað nemendur stóðu sig vel og sérstaklega hugrökk að taka þátt í þessu verkefni. Þeir nemendur sem tóku þátt voru Ágúst Helgi, Hilmar Steinn, Sesselja, Soffía Sigurbjörg Isabella og …
Skauta- og menningarferð 4. – 5. bekkjar GBF
Nemendur í 4. og 5. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar skelltu sér í Skauta- og menningarferð þann 8. mars. Sameinuðust nemendur allra deilda í rútu og keyrðu saman til Reykjavíkur. Þar fór 5. bekkur í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa fjölbreytta hluti tengdum vísinum. 4. bekkur fór á Þjóðminjasafnið þar sem þau skoðuðu gamla muni og kynntu sér …
Gjöf til skólans frá Tatyana Gubska (úkraínsk móðir)
Þessi brúða er sköpuð af ást og þakklæti til Íslands, landsins sem ver Úkraínumenn og börnin þeirra í stríði. Motankas (Мотанка) eru fornar úkraínskar ættkvíslar. Þau eru tákn velmegunar, góðvildar og vonar. Þá komu fyrst hnýttar dúkkur fram fyrir um 5.000 árum og táknuðu einingu fjölskyldunnar og djúp tengsl milli margra kynslóða. Nafnið „motanka“ kemur frá orðinu „motaty“ (að vinda) þ.e. að búa til hnýtta dúkku …
Söngvarakeppni GBf
Þann 1. mars síðastliðinn var haldin Söngvarakeppni GBF í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Kynntu þeir Alex Þór og Guðmundur Bragi keppendur úr 4. – 10. bekk til leiks hver á eftir öðrum. Nemendur fóru á algjörum kostum með sönghæfileikum og hugrekki sínu að taka þátt í svona verkefni. Erla Ýr stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sungið sig inn í …
Flottar teikningar
Nemendur í 6. bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu þessar flottu myndir með fjarvíddartækni. Það var mikil uppgötvun fyrir suma hvað það væri einfalt að teikna flottar myndir.
Vetrarfrí
Mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. febrúar verður vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 1. mars. Hér má sjá viðburðardagatal sem Borgarbyggð hefur gefið út í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Þar má finna hugmyndir að samverustundunum fyrir fjölskyldur í vetrarfríinu. Með von um að allir njóti vetrarfrísins
Öskudagur
Ávallt er mikil spenna í kringum Öskudaginn í skólanum. Nemendur mæta í fjölbreyttum skrúða og skemmta sér saman. Farið er á búningaball, kötturinn sleginn úr tunnunni og sungið fyrir fyrirtæki. Myndirnar segja meira en orð þannig að njótið 🙂
Tíminn nýttur
Sumir nemendur nýttu tímana í vali og gerðu sína eigin búninga fyrir öskudaginn
Skíðaferð 1. – 6. bekkjar
Fimmtudaginn 16. febrúar skelltu nemendur í 1. – 6. bekk sér á skíði í Bláfjöllum. Veðrið lék við okkur og var frábært hvað nemendur fóru fljótir að ná tökum á skíðaíþróttinni. Grunnskóli Borgarfjarðar býr yfir reynslumiklum kennurum sem voru fljótir að kenna nemendum grunnáherslurnar. Við fengum líka mikið af foreldrum með okkur sem voru duglegir að aðstoða sín og önnur …
Vinahópar
Á Hvanneyri hefur myndast sú hefð að vinahópar leikskólans Andabæjar og Hvanneyrardeildar hittast í kringum Valentínusardaginn. Á föstudaginn var ákveðið að hafa hitting þar sem 1., 4. og 5. bekkur fóru út í leikskóla til þess að leika við yngri krakkana á meðan elsta deildin á Andabæ, Goðheimar, komu til þess að vera með 2. og 3. bekk í grunnskólahúsnæðinu. …