Óveður í aðsigi

GBF Hvanneyri Fréttir

Í dag fellur skóli niður í Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeild, en Hvanneyrardeild verður opin. Skólabílar munu ekki ganga.

100 daga hátíð

GBF Varmaland GBF Fréttir

100 daga hátíð var haldin þann 30. janúar í GBF í tilefni af því að nemendur hafa mætt 100 daga í skólann þetta skólaárið. Verkefnin voru fjölbreytt: Hvernig lít ég út 100 ára?, mæld 100 skref eftir ganginum, hvað ætla ég að gera áður en ég verð 100 ára og hvað get ég skrifað oft nafnið mitt á 100 sekúndum. …

Spilaval Kleppjárnsreykjum

GBF Varmaland GBF Fréttir

Unglingarnir á Kleppjárnsreykjum höfðu möguleikann á spilavali nú á vorönn. Síðustu vikur hafa þau spilað félagsvist af miklum móð en í dag var röðin komin að borð-orðaspilum. Þau standa sig eins og hetjur og læra jafnvel íslensku og stærðfræði í leiðinni! Myndir

Geitungabú rannsakað

GBF Varmaland GBF Fréttir

Í sumar var örlítið geitungabú handsamað og því komið fyrir í frysti. Nýlega skoðuðu nemendur í 8. bekk innihaldið og fóru í heimsókn til 1.-4. bekkjar til að sýna þeim undrið. Allir voru gríðarlega áhugasamir enda ekki algengt að geta skoðað geitunga í svona miklu návígi, hvað þá í janúar! Myndir

Líffræði í unglingadeildinni

GBF Varmaland GBF Fréttir

Yngri deildin á Varmalandi fèkk gott tilboð. Það var boð um að koma í heimsókn í líffræðitíma í unglingadeildinni, en þau voru að læra um spendýr. Þau höfðu verið svo heppin að fá þrjú dýr sem höfðu látist af slysförum til krufningar. Og þau fræddu yngri börnin um hjarta, lungu, meltingarfæri, feld og atferli dýranna.Börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu …

Söngvarakeppni GBF

GBF Varmaland GBF Fréttir

Söngvarakeppni GBF var haldin í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum 23. janúar sl. Voru það 22 nemendur í 15 atriðum sem sungu af hjartans lyst. Sigurvegarar kvöldsins voru Harpa Rut og Guðrún Karítas, í 2.sæti var Kristján Karl og í 3.sæti Ernir Daði. Kynnar kvöldsins voru þær Alexandra Sif og Þórunn Tinna. Fleiri myndir af keppninni má sjá á facebooksíðu skólans.

Söngvarakeppni GBF

GBF Kleppjarnsreykir Fréttir

Hin árlega söngvarakeppni GBF verður haldin í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum þriðjudagskvöldið 23.janúar kl 20:00 Nemendafélag K-deildar mun selja veitingar í hléi. Allir hjartanlega velkomnir.