Grænfánaflöggun á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 4. júní var Grænfánanum flaggað bæði á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Öflugar umhverfisnefndir hafa verið starfandi á báðum stöðum sem hafa í vetur unnið að þemum Grænfánans og uppskáru viðurkenninguna fyrir starfið í dag.  

Hjóla- og gönguferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 1. júní fór öll Kleppjárnsreykjadeildin í hjóla- og gönguferð. Hluti hópsins hjólaði þá hring í Skorradal en hinn hlutinn gekk út í Kistuhöfða. Þrátt fyrir veðurspá sem lofaði ekkert góðu fékk hópurinn hið besta veður og Borgarfjörðurinn skartaði sínu fegursta. 

Samstarfsverkefni í smíði og textíl

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

2. og 3. bekkur á Kleppjárnsreykjum smíðaði ýmist kattarúm eða dúkkurúm í smíði. Einnig saumuðu þau í saumavél sængur með sængurveri í textíl.

Miðstigs stelpur mála parís

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Stelpurnar á miðstigi á Kleppjárnsreykjum notuðu sólskinið og máluðu þennan skemmtilega parís í verkgreinatíma.

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólaslit verða í Grunnskóla Borgarfjarðar þriðjudaginn 8. júní sem hér segir: Kl. 10:00 Kleppjárnsreykjadeild 1.-7. bekkur  í Reykholtskirkju kl. 10:45 Kleppjárnsreykjadeild  8.-10. bekkur í Reykholtskirkju  kl. 12:00 Varmalandsdeild í Þinghamri    kl. 14:00 Hvanneyrardeild í Skjólbeltunum ef vel viðrar annars í skólanum. 

Árshátíð hjá yngsta og miðstigi á Kleppjárnsreykjum.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árshátíð yngsta stigs var haldin með pompi og prakt á miðvikudaginn. Foreldrum nemenda var boðið að koma í skólann og hlusta á nemendur syngja, fara með brandara og horfa á myndband sem þeir gerðu. Var vel mætt og allir skemmtu sér vel. Árshátíð miðstigs var síðan haldin á fimmtudag með sama sniði. Foreldrum var boðið að koma í skólann og horfa …

List fyrir alla.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 21.maí komu þríeikið Tríópa kom í heimsókn til okkur á vegum verkefnisins List fyrir alla og fengu nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Borgarfjarðar. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð …

Hjálmar fyrir yngstu nemendurna

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Eins og undanfarin vor kom Haukur Júlíusson færandi hendi með reiðhjólahjálma frá Kiwanishreyfingunni handa yngstu nemendum skólans. Farið var yfir hvenær við notum hjálma og hvenær ekki og mikilvægi þess að kunna og fara eftir umferðarreglum. Framundan eru hjóladagar í skólanum og því kærkomið að þessi öryggisbúnaður sé kominn í þeirra eigu. Kærar þakkir Kiwanismenn.

Smiðjuvinna hjá unglingadeildinni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þar sem ekki var mögulegt að hafa smiðjuhelgar í vetur með hefðbundnum hætti svo brugðið var á það ráð að fá kennara skólans til að vera með smiðjur í lok skóladags í tvö skipti. Í fyrra skiptið var boðið uppá smiðjuvinnu í bakstri, fatalitun, brazilian jujitsu og útivist og í seinna skiptið var boðið upp á spil, Fífamót og blak. Eftir …

Fyrsti skógarstígurinn

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Núna á sumardögum leit dagsins ljós fyrsti af vonandi mörgum skógarstígum sem að Útival unglingadeildar á Kleppjárnsreykjum, gerði í vetur. Dýrðina má bera augum með því að skella sér í skógarferð í Logalandsskóg og ganga þar um skóginn. Stígurinn sem umræðir liggur að litlu rjóðri þar sem finna má útskorinn skógarbjörn úr tré.