Frístund/Skólasel

Borgarbyggð býður upp á frístundarstarf fyrir börn í 1. – 4. bekk eftir skóla á þremur starfsstöðum, í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Kleppjárnsreykjum. Tómstundafulltrúi Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur yfirumsjón með starfseminni fyrir Borgarbyggð. Unnið er samkvæmt viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um hlutverk og viðmið um gæði starfsemi frístundaheimila. Verklagsreglur Borgarbyggðar um frístundastarf má finna hér https://www.borgarbyggd.is/static/files/Menntun_og_born/Fristund/verklagsreglur-um-fristund-i-borgarbyggd.pdf

Á Hvanneyri tekur frístund við að lokinni kennslu hjá 1. – 2. bekk til kl. 16 alla virka daga. Á Kleppjárnsreykjum tekur frístund við eftir að skólabílar fara kl. 14:15 mánudag til föstudags.

Skráning í frístund fer fram í gegnum frístundarkerfið Völu á www.vala.is . Þar skrá foreldrar sig inn og fylla út umsókn. Breytingar á vistun fara einnig fram í gegnum Völu.

Dvalargjald á klukkutíma er 283 kr. og gjald fyrir síðdegishressingu er 132 kr á dag. Börn sem eru skráð í frístund eru sjálfkrafa skráð í síðdegishressingu.

Þegar börn eru skráð úr frístund þarf það að gerast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðamót. Allar breytingar á fyrirkomulagi Frístundar eru gerðar í Völu frístundarkerfi eða sendar til Svölu Eyjólfsdóttur tómstundafulltrúa; svala@umsb.is