Bekkjartenglar

Hlutverk bekkjatengla er meðal annars að efla og styrkja samstarf foreldra og barna innan bekkjar eða eins og segir í 5. grein í Lögum foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar:

„Bekkjartenglar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Bekkjartenglar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjartengla er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að í upphafi skólaárs séu kosnir einn til tveir tenglar forráðamanna úr hverri bekkjardeild til eins árs í senn. Bekkjartenglar skulu verða valdir fyrir 1. september ár hvert. Bekkjartengill eða staðgengill hans hefur skyldusetu á aðalfundi.“

Jafnframt segir í reglum um kjör stjórnar og bekkjatengla:

Hver bekkjartenglahópur innan hverrar starfsstöðvar GBF skal tilnefna einn fulltrúa og einn til vara í stjórn foreldrafélagsins. Ekki er skilyrt að fulltrúinn sé bekkjartengill. Kjöri þessu skal lokið fyrir upphaf aðalfund, í fyrsta sinn vorið 2014.
Bekkjartengill er skipaður af foreldrum barna í hverjum bekk/stigi fyrir sig í upphafi skólaárs. Skal því vera lokið fyrir 31. ágúst ár hvert. Heimilt er að skipa að hámarki tvo bekkjartengla fyrir hvert stig.

Upplýsingar um bekkjartengla liggja hjá umsjónarkennara í hverjum bekk fyrir sig.