Við Grunnskólann er starfrækt foreldrafélag sem þjónar hagsmunum foreldra og nemenda. Tilgangur félagsins er:
- að koma á lifandi sambandi á milli skólans og heimila nemenda
- að stuðla að framgangi ýmissa mála í þágu skólans.
Foreldrar barna í hverjum árgangi mynda deild í foreldrafélagi, sem sinnir foreldrastarfi í viðkomandi árgangi. Í upphafi skólaárs ár hvert skal hver deild kjósa eitt foreldri sem foreldrafulltrúa, sem fráfarandi foreldrafulltrúar og umsjónarkennarar skulu gera tillögu um.
Stjórn foreldrafélags 2021-2022
Auður Helgadóttir, formaður
Kristín Jónsdóttir, gjaldkeri
Vigdís Sigvaldadóttir, ritari