10. grænfáninn á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 10.desember flögguðu nemendur GBF. Hvanneyrardeildar 10. grænfánanum fyrst allra skóla á Íslandi. Í tilefni dagsins var Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands boðið að vera viðstaddur athöfnina þegar að fulltrúar Landverndar færðu skólanum 10.fánann. Það voru þau Heiðar Örn Jónsson og Álfheiður Sverrisdóttir ásamt Arnari Inga Heiðarssyn og Sverrir Davíð Jóhannesssyni sem veittu fánanum viðtöku. Til gamans má segja frá því að Álfheiður og Heiðar Örn voru nemendur í skólanum þegar skólinn tók á móti sínum fyrsta fána og tóku þau einmitt á móti honum þá því var mjög táknrænt að þau myndu taka á móti honum núna með börnum sínum. Því miður gátum við ekki boðið foreldrum og öðrum gestum vegna fjöldatakmarkanna að gleðjast með okkur en stefnt er á að halda grænfánahátíð þegar að fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar all verulega.