Vorbingó á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Á vordögum var blásið til vorbingós keppni á Varmalandi á milli stiga. Þar sem nemendur þurftu að leysa 16 fjölbreytt verkefni eins og að þreifa á jarðvegi og skoða hann, greina fugla og skrifa niður hvað hann heitir, hvenær hann sást og hvar, hugleiða í náttúrunni, finna lifandi skordýr og skoða það o.s.frv. Það stig sem leysti fyrst öll verkefn rétt bar sigur úr býtum sem að þessu sinni var yngsta stigið sem hlaut glæsilega tilnefningu frá grænfána leiðtoga skólans. Óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.