Fjárhúsaferð í Bakkakot

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Í dag fóru nemendur í 1.-6. bekk á Varmalandi í heimsókn til Kristínar Kristjánsdóttur og fjölskyldu í Bakkakoti, þar var tekið virkilega vel á móti nemendum. Þeir nemendur sem voru ókunnugir fjárhúsunum urðu reynslunni ríkari þar sem bæði ábúendur og vanir nemendur sýndu mikla leiðtogahæfni við að fræða bekkjarfélaga sína og svara ýmsum spurningum þeirra. Nemendur fengu að klappa sauðfénu, halda á heimalingum, gefa þeim að drekka og skoða sig um. Við þökkum ábúendum kærlega fyrir góðar móttökur.