Þann 13. september 2021 fóru 4. og 5. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar
Varmalandi í Þverárrétt á vegum skólans.
Varmalandi í Þverárrétt á vegum skólans.
Þverárrétt er með fjárflestu réttum á landinu ef ekki sú stærsta.
Nemendur tóku þátt í almennum réttarstörfum,
fengu hina ýmsu fræðslu m.a. hvað væri gimbrar- og/eða hrútlamb með
því að sjá hornalag svo framarlega sem að lömbin væru hyrnd.
því að sjá hornalag svo framarlega sem að lömbin væru hyrnd.
Einnig fengu þau súkkulaðikakó og meðlæti að vild í kaffipásum.
Var ekki annað að sjá og heyra en að nemendur hafi notið réttarstússins
saman þrátt fyrir að aðeins hafi rignt á okkur.