Á morgun miðvikudag 11. desember er stefnt að skólahaldi með eftirfarandi hætti:

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Kleppjárnsreykir og Varmaland: Skólabyrjun verður seinkað til kl. 10. Skólabílar stefna að brottför 1,5 klst. seinna en venjulega. Fólk hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu í fyrramálið en þá verður staðan endurmetin.

Hvanneyri: Skóli hefst kl. 8:20. Skólaakstur verður þó 1,5 klst. seinna en venjulega.

Samkvæmt upplýsingum veðurstofu verður veður dottið niður í 15-20 m/s eftir kl. 7 í fyrramálið. Ástand vega og hvenær mokstur hefst kemur í ljós í fyrramálið og þá verður staðan metin aftur.