Árshátíð 1.-7. bekkjar á Kleppjárnsreykjum var haldin þriðjudaginn 20. nóvember 2018. Þema árshátíðarinnar var mannréttindi barna en 20. nóvember er helgaður mannréttindum barna. Nemendur voru með fjölbreytt atriði sem öll voru helguð mannréttindum barna. Gestir gátu heimsótt bása með fróðleik um barnasáttmálann og aðstæður barna víðsvegar í heiminum. Auk þess sem sýndar voru stuttmyndir, kynningar með talsettum glærum, 2-3. bekkur reyndi að setja sig í spor flóttabarna. Þau bjuggu til skjól, leituðuðu að mat og vatni og hituðu sér mat á prímus. Í upphafi vinnunar þá tóku þau þátt í verkefninu jól í skókassa sem vakti upp áhuga og samkennd með börnum í Úkraínu . 1. bekkur sýndi helgileikinn og í lokin sungu nemendur lagið Imagin, Að hugsa sér í þýðingu Þórarins Eldjárns.