Árshátíð hjá yngsta og miðstigi á Kleppjárnsreykjum.

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árshátíð yngsta stigs var haldin með pompi og prakt á miðvikudaginn. Foreldrum nemenda var boðið að koma í skólann og hlusta á nemendur syngja, fara með brandara og horfa á myndband sem þeir gerðu. Var vel mætt og allir skemmtu sér vel. Árshátíð miðstigs var síðan haldin á fimmtudag með sama sniði. Foreldrum var boðið að koma í skólann og horfa á myndbönd sem nemendur höfðu gert. Nemendur höfðu einnig poppað og buðu upp á svaladrykk með sýningunni. Foreldrar höfðu síðan skipulagt heljarinnar gistipartý í skólanum og voru því flestir nemendur á miðstigi í skólanum í rúman sólahring. Mikið fjör var hjá þeim.