Árshátíð Hvanneyrardeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ávaxtakarfan eftir Kristlu M. Sigurðardóttur var flutt fyrir fulluhúsi á Hvanneyri síðastliðin þriðjudag.

Undanfarin mánuð hafa nemendur staðið í ströngu við að læra línurnar sínar og söngtexta. Foreldrar mættu á saumakvöld viku fyrir sýningu og lögðu hönd á plóg við búningagerð. Svið var smíðað og leiktjöld hengd. Margar hendur vinna létt verk og getum við svo sannarlega tekið undir það.

Nemendur blómstruðu á sýningunni við mikinn fögnuð viðstaddra.