Árshátíð unglingastigs á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Unglingastigið á Varmalandi tók til sýningar Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson á sinni árshátíð 3.júní. Það voru umsjónarkennarar þeirra þær Ása og Sigríður sem höfðu umsjón með verkinu með aðstoð Ólafs Ásgeirssonar leikstjóra. Allir nemendur tóku þátt ýmist við leik, leikmynd, ljós og hljóð og annað það sem viðkemur slíkri uppsetningu. Tókst sýningin mjög vel og var gaman að því hve hún var vel sótt. Þess má geta að Sigurður Örn, út 7.bekk tók að sér eitt hlutverkið vegna forfalla eins nemanda.