Árshátíð Varmalandsdeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árshátíð GBF Varmalandsdeild var  haldin hátíðlega fimmtudaginn 30. mars.

Það var þétt setinn bekkurinn þegar hátíðin var sett.

Fyrst á dagskrá fluttu nemendur fjörug lög þar sem þeir spiluðu á heimatilbúin hljóðfæri og sungu síðan með. Einnig sýndu nemendur fallegt kertaatriði með undirspili, það var fimleikasýning, einsöngur, ófyndnir fréttamenn fluttu fréttir, og að lokum var sýnd leikin stuttmynd um morðgátu. Nemendur eiga allan heiður að þeim atriðum sem sýnd voru.

Að lokinni góðri skemmtun var boðið uppá hefðbundið kökuhlaðborð í Blómasalnum.