Í fyrra hófst vinna við undirbúning árshátíðar, nemendur í leiklistarvali á vorönn sömdu þá handrit að leikriti sem var svo aldrei sýnt vegna samkomutakmarkana. Í vetur var því ákveðið að dusta rykið af hugmynd fyrra árs og að taka árshátíðarsýninguna upp í stað þess að vera með sviðsverk líkt og áður hefur verið. Afraksturinn var svo sýndur á árshátíðargleði fimmtudaginn 18. mars. Þá urðu nemendur eftir að loknum hefðbundnum skóladegi, fóru í íþróttahúsið og spiluðu blak, kíktu í sund og luku svo deginum á skemmtun í Logalandi.