Áskorunar fótbolti

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Starfsmenn Kleppjárnsreykjadeildar skoruðu á 10. bekkinga í knattspyrnuleik. Þar sem nemendur í 10. bekk eru einungis 5 fengu þau aðstoð frá 9. bekk á móti hinu stóröfluga liði starfsmanna. Það mátti sjá ríkja mikið keppnisskap í báðum liðum þó ávallt væri stutt í glensið. Nemendur áttu stórgóðan leik og sigruðu starfsmenn að þessu sinni.