Auglýst eftir þroskaþjálfa

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við Grunnskóla Borgarfjarðar starfar einn þroskaþjálfi og nú leitum við eftir liðsauka. Um er að ræða 80% starf en minna starfshlutfall kemur líka til greina.

Grunnskóli Borgarfjarðar er með starfsemi á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og er um að ræða fjölbreytt starf á einni eða fleiri deildum skólans.

Þroskaþjálfi starfar með kennarateymum að áætlunargerð, þjálfun, félagsfærni, aðlögun námsefnis og námsaðstæðum í samvinnu við kennara, aðra þroskaþjálfa og deildarstjóra.

Umsóknarfrestur til og með 12. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri s. 433-7301 og 861-1661 eða í netfang helga@gbf.is