Bangsarúm

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur hafa nemendur Hvanneyrardeildar verið með einn dag í viku í verklegri færni og unnið hin ýmsu þemaverkefni þar sem verklegi þátturinn í kennslunni fær að njóta sín og öllum bókum er sleppt. Eitt af þessum verkefnum var að smíða bangsarúm, sauma bangsa, sæng og kodda og skrifa fæðingarvottorð um bangsa sinn. Nemendur voru í lang flestum tilfellum mjög ánægð með þriðjudagana og voru ekki glöð þegar þeim þurfti að sleppa vegna annarra þemaverkefna og vildu að fá daginn færðan til í vikunni. Það fóru stoltir bangsaeigendur heim með verkefnið sitt á dögunum.