Þann 8.nóvember var baráttudagur gegn einelti og nýttu nemendur og starfsfólk á Varmalandsdeild daginn til að vinna verkefni tengdum þeim áskorunum sem við stöndum stöðugt frammi fyrir.
Nemendahópurinn í 3.-10.bekk horfðu saman á myndband um birtingarmyndir eineltis fyrr og nú. Í tengslum við myndbandið „Katla gamla“ átti hópurinn í mjög góðum umræðum um málefni dagsins. Á eftir var nemendum skipt upp í hópa þar sem hver hópur átti að svara spurningum tengdum því hvernig við getum spornað gegn einelti, í skólanum, í bekknum og fyrir utan skólann.
Afraksturinn var margvíslegur og endaði í myndböndum sem nemendur gerðu út frá því verkefni sem þeir fengu í hendurnar. Lagt var upp með samvinnu, góð samskipti og markmiðið að gera frétt um vinnu dagsins.
Yngri nemendurnir, í 1. og 2.bekk fóru í heimsókn á leikskólann Hraunborg og þegar þeir komu heim fengu þeir einnig að horfa á myndina um Kötlu gömlu.
Dagurinn var skemmtilegur og gaman að fylgjast með því hvernig nemendur unnu út frá eigin sannfæringu saman að endamarkmiði.
Hlekkir á myndbönd: