Bio-Blitz samstarf við Landbúnaðarháskóla Íslands

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeildar hafa um árabil verið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og leikskólann Andabæ. Í dag var byrjað á glænýju verkefni með LBHÍ sem heitir Bio-Blitz og er keppni á milli 18 háskóla í Evrópu um að skrásetja sem flestar jurtir, mosa, villt dýr og skordýr í náttúrunni. Nemendur þurfa að finna og skrásetja líffræðilegan fjölbreytileika innan landareignar LBHÍ. Nemendur gengu út í LBHÍ þar sem þeir fengu kleinu, svala og stutta kynningu á verkefninu. Svo var hafist handa með ipada og síma að vopni og teknar voru margar myndir og skrásettar inn í app sem greinir það sem tekið er mynd af. Á meðfylgjandi mynd sést það svæði sem LBHÍ á og er gjaldgengt í keppnina.