Blöðrumálun, teikning og fingraför

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi unnu skemmtilegt verkefni þar sem málning af ólíkum litum var sprautað ofan á hvor aðra, síðan var blöðru dýft ofan í og henni síðan ýtt ofan á blað og snúið, þannig urðu til litablandaðar kúlur. Eftir að málningin hafði þornað héldu nemendur áfram og breyttu kúlunum í hinar ýmsu furðuverur. Jafnframt var búin til frumleg gestabók þar sem nemendur völdu sér lit og stimpluðu á sameiginlegt tré. Skemmtileg verkefni!