Blómin á þakinu

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild hafa undanfarið verið að vinna með bókina Blómin á þakinu í stöðvavinnu. Í tengslum við bókina fengu nemendur að útbúa smjör og gróðursetja stjúpur. Fengu nemendur og starfsmenn síðan að gæða sér á dásamlegu smjöri að lokinni þeirri vinnu.