Boð á viðburði í Varmalandsdeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar viljum byrja á að óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Við viljum bjóða ykkur að taka þátt í vinakeðjunni okkar upp á Laugahnjúk klukkan 8.20 þann 2. desember, þar sem við kveikjum á jólastjörnunni. Eftir gönguna er hægt að gæða sér á piparkökum og kakói, rölta um skólann og fylgjast með skólastarfinu.

Einnig þætti okkur gaman að sjá ykkur á Desembergleði 1.-7.bekkjar þann 5.desember klukkan 16.00. Þá munu nemendur sýna leikrit og fjölbreytt skemmtiefni.

Njótið hátíðanna.

Kær kveðja, nemendur og starfsfólk Varmalandsdeildar