Breytingar verða gerðar á stundatöflum Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með haustinu 2019. Breytinging er í tveimur liðum.
1) Skóli hefst kl. 8:20
(Það er ljóst eftir samtöl við skólabílstjóra að hægt er að hefja skóla 8:20 á næsta ári án þess að til komi breyting á skólaakstri nema að mjög litlu leyti.)
2) Skóla lýkur alla daga nema fimmtudaga kl. 14:05. Á fimmtudögum eru skólalok kl. 14:55
Tölvupóstur hefur verið sendur á alla foreldra. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Helgu J. Svavarsdóttur skólastjóra helga@gbf.is