Búbblur, spagettí og sykurpúðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi unnu samvinnunámsverkefni þar sem þeir fengu spagettí og sykurpúða sem þeir áttu að nota til að byggja turn saman. Verkefnið var ekki bara skemmtilegt og öðruvísi heldur reyndi það á færni nemenda í samskiptum, rökhugsun og þolinmæði. Að því loknu var framkvæmd tilraun úr hinni geysivinsælu bók Vísindabók Villa. Þar sem nemendur reyndu að búa til ferkantaðar sápukúlur.