Chernobylþema í unglingadeild

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðustu vikurnar hafa nemendur GBF á unglingastigi verið að horfa á þættina Chernobyl.  Á þemadögum sem nú er nýlokið unnu þau svo verkefni úr viðfangsefni þáttanna en alls gátu þau valið sér að vinna úr sextán verkefnapotti sem kennarar á unglingastigi hafa sett saman. Vinnan tókst einstaklega vel og eftir nemendur liggja mjög fjölbreytt verkefni ss myndverk af stökkbreyttum dýrum, podcast, stuttmynd um stökkbreytingar, æviágrip og samanburður á slysunum í Chernobyl og Fukushima. Verkefnin eru unnin upp úr markmiðum í samfélagsfræði, náttúrufræði, íslensku og ensku auk þess sem nemendur hafa sett sitt mark á þau.