Covid teningar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

 Við hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum ákváðum að finna jákvæðu hliðarnar á covid 19.

Nemendur og starfsfólk fengu þau fyrirmæli að þau máttu skreyta eina hlið að vild og á toppinn áttu þau að skrifa eitthvað sem þau upplifðu jákvætt við covid 19.  Yngsta stigið var með gula kassa, miðstigið bleika, unglingastigið bláa og starfsfólk fjólubláa og úr þessu varð til þetta fallega listaverk.