Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tilefni af degi íslenskrar tungu voru ýmsir viðburðir í skólanum hjá okkur. Á miðvikudaginn fóru nokkrir nemendur í Brún í Bæjarsveit og áttu góða stund með eldri borgurum. Nemendur lásu sögur og ljóð, ræddu málin og sögðu hverra manna þau væru. Á myndunum sem fylgja hér má sjá nemendur lesa út um allan skóla, lesa fyrir leikskólabörn og frá heimsókn í landbúnarðaháskólann.