Dagur stærðfræðinnar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það var heldur betur haldið upp á stærðfræðidaginn síðasta föstudag í 5. – 6. bekk á Kleppjárnsreykjum í dag. Nemendur höfðu undirbúið daginn vel, bjuggu til bingó, prentuðu út mandölur og stærðfræðiblöð og gerðu uppskrift að bíl úr pappakassa. Fyrir hádegi fór bekkurinn í bingó og eftir hádegi voru allir þrír tímarnir teknir í stöðvavinnu. Nemendum fannst gott að hvíla bókina og gera ýmis önnur fjölbreytt verkefni og fóru ánægðir inn í helgina.