Í tilefni dags vináttu sem var 8.nóvember sl. bökuðu nemendur Hvanneyrardeildar smákökur til að færa vinum sínum í Andabæ og teiknuðu fallegar vinamyndir sem voru settar saman í bók. Vegna sóttvarna máttu hóparnir ekki koma saman og var gjöfin bara afhent við hliðið. Nemendur 5.bekkjar gerðu svo skúffuköku sem boðið var uppá í eftirrétt eftir hádegismatinn.
