Dansnámskeið

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í byrjun september kom Jón Pétur danskennari og var með alla nemendur skólans á dansnámskeiði þar sem lögð er mikil á hersla á hópefli og félagsfærni. Allir nemendur tóku þátt í misstórum hópum og var mjög skemmtilegt að fylgjast með.

Jón Pétur var mjög ánægður með nemendur okkar og hrósaði þeim fyrir  hversu dugleg þau voru og  móttækileg.  Hann hrósaði sérstaklega unglingunum okkar fyrir hvað þau leyfðu sér að hafa gaman af þessu með yngri krökkunum og sagði þá góðar fyrirmyndir.

Endilega skoðið myndirnar þær staðfesta þetta líka.