Desembergleði á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 5.desember héldu nemendur 1.-7.bekkja árshátíð sína, svokallaða Desembergleði í Þinghamri.  Nemendur yngsta stigsins fluttu leikgerð Gróu Ragnvaldsdóttur á Draumur á jólanótt eftir Dickens og nemendur miðstigsins fluttu frumsamið ævintýri samið af Líneyju Traustadóttur, Agnesi Guðmundsdóttur og René Madsen. Stóðu allir sig með stakri prýði, textinn skilaði sér vel og leikgleðin skein úr hverju andliti.Nemendur unglingadeildar aðstoðuðu kennara og nemendur við alla framkvæmd sýningarinnar eins og tækni, sviðsmynd, ljós, leikmálun, leikskrá og slíkt og stóðu sig frábærlega.Að sýningu lokinni stóðu nemendur 9.bekkjar fyrir kaffisölu og gáfu gestir sér tíma til að setjast og fá sér kaffi og spjalla.