Desembergleði Varmalandsdeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Desembergleði Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar var haldin í Þinghamri í gær 13. desember. Nemendur 1.-7. bekkjar sáu um skemmtiatriði en nemendur unglingadeildar aðstoðuðu við söng, leikmynd og hljóð.

Atriði krakkana vöktu mikla lukku, 1.-2. bekkur fór með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og nýttu tæknina við flutninginn. 3.-5. bekkur sýndi valin atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og 6.-7. bekkur sýndi leikþátt eftir sögunni Svínahirðirinn eftir HC Andersen. Að lokinni sýningu bauð unglingastigið upp á kaffi og meðlæti.